Lög Sambands íslenskra auglýsingastofa

1. gr.  Nafn og heimili

Félagið heitir “Samband íslenskra auglýsingastofa” (skammstafað SÍA), á ensku Society of Icelandic Advertising Agencies.  Heimili SÍA og varnarþing er í Reykjavík.

SÍA er félagsskapur auglýsingastofa, þ.e. fyrirtækja á sviði auglýsingagerðar og markaðsráðgjafar hvers konar,  samkvæmt nánari skilgreiningu  í 3. grein þessara laga.

2. gr. Hlutverk

Hlutverk SÍA er eftirfarandi:

  1. Að efla faglega hæfni aðildarfyrirtækjanna til þess að veita sem fullkomnasta þjónustu á öllum sviðum auglýsinga- og markaðsmála.
  2. Að annast almenna kynningarstarfsemi til þess að auka þekkingu og skilning á auglýsinga- og markaðsfræðum og starfsemi auglýsingastofa.
  3. Að koma fram fyrir hönd aðildarfyrirtækjanna gagnvart opinberum aðilum, hagsmunasamtökum og hliðstæðum samtökum erlendis.

3. gr.  Aðild

Aðilar að SÍA geta orðið  þær auglýsingastofur, sem viðurkenna lög og samþykktir samtakanna og uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Stjórnendur auglýsingastofu skulu hafa staðgóða faglega þekkingu á fyrirtækjarekstri, markaðsmálum og á sviði auglýsingagerðar og markaðsráðgjafar.
  2. Auglýsingastofa skal:
    • Hafa sýnt fram á faglega starfshæfni sína og traustan rekstur í a.m.k. 2 ár fyrir umsókn um aðild og hafa fjárhagslegt umfang samkvæmt þeim reglum, sem settar eru á aðalfundi SÍA.
    • Starfa fjárhagslega og skipulagslega óháð  viðskiptavinum sínum og hvers konar auglýsingamiðlum, svo og öðrum þeim er hafa hagsmuna að gæta í sambandi við ráðstöfun auglýsingafjár.
    • Geta innt af hendi faglega vinnu á verksviði almennrar auglýsinga- og markaðsþjónustu samkvæmt sérstakri reglugerð SÍA.
    • Geta lagt fram tryggingafé vegna fjárhagslegra skuldbindinga sinna.
    • Starfa í fullu samræmi við gildandi lög og reglur um auglýsingar og siðareglur SÍA og Alþjóðaviðskiptaráðsins.

4. gr.  Aðildarumsókn

Fyrirtæki, sem óskar eftir aðild að SÍA, skal senda umsókn til skrifstofu sambandsins og skal hún lögð fyrir stjórn SÍA til umsagnar.  Næsti aðalfundur tekur ákvörðun um umsóknina.

Umsókn um aðild má einnig leggja fyrir félagsfund á starfsárinu og skal sá fundur þá boðaður með sama hætti og aðalfundur.

Til þess að umsókn teljist samþykkt þarf hún samþykki 2/3 hluta atkvæðamagns á aðalfundi eða sérstaklega boðuðum félagsfundi.

5. gr. Árgjald

Stjórn SÍA gerir árlega tillögu um árgjald aðildarfyrirtækja og leggur hana fyrir aðalfund til samþykktar.

Árgjöld skulu greidd fyrirfram og falla þau í gjalddaga 15. apríl ár hvert. Heimilt er stjórn SÍA að ákveða greiðsludreifingu á starfsárinu, sem gildi fyrir öll aðildarfyrirtæki. Fyrirtæki, sem gerast aðilar á starfsári milli aðalfunda, skulu greiða árgjöld hlutfallslega.

Hafi aðildarfyrirtæki ekki greitt árgjald sitt fyrir lok starfsárs, þrátt fyrir ítrekanir þar um, er heimilt að má nafn þess af aðildarskrá  með samþykki aðalfundar, sbr. 8. gr.

6. gr. Skráning

Þegar væntanlegt aðildarfyrirtæki hefur greitt fyrsta árgjald sitt, telst það hafa löglega aðild skv. 3. gr. og skal nafn þess skráð í aðildarskrá SÍA.  Hverju aðildarfyrirtæki er skylt að hlíta lögum SÍA og reglum sem gilda hverju sinni.

7. gr. Úrsögn

Úrsögn úr SÍA skal vera skrifleg og berast skrifstofu SÍA fyrir 1. febrúar.  Gildir  hún þá frá næsta aðalfundi.  Aðildarfyrirtæki, sem segir sig úr SÍA, á engar kröfur í eignir, sem kunna að vera til í sjóðum sambandsins.

8. gr. Brottvikning

Rýrni starfshæfni aðildarfyrirtækis svo að það uppfylli ekki þau skilyrði sem sett eru í 3. gr. má víkja því úr félaginu. Komi fram rökstudd tillaga um brottvikningu, skal viðkomandi fyrirtæki gefinn kostur á að tjá sig áður en tillagan er tekin til afgreiðslu. Brottvikning skal staðfest á aðalfundi eða sérstaklega boðuðum félagsfundi með 2/3 hlutum atkvæðamagns á fundinum.

9. gr. Aðalfundur

Aðalfund skal halda fyrir lok marsmánaðar ár hvert.

Stjórn SÍA skal boða aðalfund skriflega í ábyrgðarbréfi, með tölvupósti, í símskeyti eða á annan jafntryggan hátt með minnst 6 virkra daga fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur sé rétt til hans boðað. Aðalfundur er æðsta vald í öllum málefnum SÍA, innan þeirra marka er lögin setja.

Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Skýrsla gjaldkera. Lagðir skulu fram reikningar sambandsins, endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda.
  3. Ákvörðun árgjalda
  4. Lagabreytingar
  5. Stjórnarkjör
  6. Kjör tveggja skoðunarmanna.
  7. Umfjöllun um aðild að SÍA, gefist tilefni til.
  8. Reglur um fjárhagslegt umfang nýrra aðildarfyrirtækja með hliðsjón af markaðsaðstæðum hverju sinni.
  9. Önnur mál.

Starfsár SÍA telst vera tímabilið milli árlegra aðalfunda.

10. gr. Félagsfundir

Félagsfundi skal halda þegar stjórnin ákveður. Einnig ef 2/3 aðildarfyrirtækja óska þess skriflega, og skal þá til þeirra boðað á sama hátt og til aðalfunda.

11. gr. Atkvæðisréttur

Hvert aðildarfyrirtæki skal í upphafi starfsárs tilnefna tvo fulltrúa og einn til vara, sem sæki aðalfund og félagsfundi SÍA og fara þeir með atkvæðisrétt á fundunum.

Atkvæðisrétt hafa þeir einir, sem skuldlausir eru við sambandið.

12. gr. Stjórn og kosningar

Á aðalfundi skulu kosnir 3 menn í stjórn og einn til vara, til eins árs í senn.  Formaður skal kjörinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum.  Stjórnarkjör skal fara fram skriflega, sé þess sérstaklega óskað.

Stjórnin stýrir málefnum SÍA milli aðalfunda.  Ákvarðanir sem teknar eru á stjórnarfundum skal bóka í sérstaka fundargerðabók.  Fundargerðin skal lesin upp í síðasta lagi á næsta fundi og undirrituð.

Stjórn félagsins getur skipað uppstillingarnefnd. Hlutverk hennar er að sjá til þess að nægur fjöldi frambjóðenda sé í kjöri hverju sinni.

Starfsár félagsins og reikningsár er almanaksárið. Löggiltur endurskoðandi eða skoðunarmenn, sem kjörnir eru til eins árs, skulu annast tölulega endurskoðun/yfirferð reikninga félagsins.

13. gr. Nefndir

Innan SÍA skal starfa 7 manna siðanefnd sem kosin er árlega á aðalfundi SÍA.

Hlutverk siðanefndar er að leysa úr kærum vegna meintra brota á siðareglum SÍA.

Félagsfundir eða stjórn SÍA geta skipað nefndir ad hoc þegar fjalla þarf um sérstök málefni sem ekki falla undir verksvið siðanefndar.

14. gr. Reglugerðir

Stjórn SÍA setur reglugerðir samkvæmt lögum þessum eftir því sem við á og skulu þær öðlast gildi að fengnu samþykki félagsfundar. Aðalfundur SÍA setur og breytir siðareglum SÍA.

15. gr. Lagabreytingar

Tillögur um breytingar á lögum SÍA skulu sendar stjórn sambandsins fyrir janúarlok ár hvert.  Stjórnin skal senda félögum til kynningar allar tillögur að lagabreytingum með aðal-fundarboði.

Lög SÍA endurskoðuð í febrúar 2003

Lög SÍA endurskoðuð á aðalfundi SÍA mars 2010

Lög SÍA endurskoðuð á aðalfundi SÍA mars 2011

Lög SÍA endurskoðuð á aðalfundi SÍA apríl 2018

Reglugerð um alferðir

I. KAFLI
 Auglýsingar um alferðir.
1. gr.
Í auglýsingum seljenda alferða í dagblöðum, tímaritum og ljósvakamiðlum skulu koma fram upplýsingar samkvæmt 2. gr. reglugerðar þessarar, eftir því sem við á.
2.1. Þegar verð alferðar er auglýst skal það miðast við einstakling og skal þess getið þótt önnur verðtilboð séu tilgreind í auglýsingunni.
2.2. Þegar verð er gefið upp í auglýsingum eða á annan hátt, skulu vera innifalin öll gjöld sem skylt er að greiða vegna ferðarinnar.
2.3. Þegar gisting er innifalin í verði skal gefa upp verð miðað við einstakling í tveggja manna herbergi fyrir tilgreint tímabil. Lengd ferðar skal gefa upp í dögum eða heilum vikum. Með vikuferð er átt við gistingu í 7 nætur.
2.4. Ekki má auglýsa lækkað verð nema ferð hafi áður verið boðin á hærra verði. Þegar auglýst er lækkað verð skal fyrra verð einnig koma fram.
Gefi seljendur alferða út auglýsingabæklinga sem ætlaðir eru farkaupa skulu þeir innihalda upplýsingar samkvæmt 2. og 4. gr. reglugerðar þessarar.
Gera skal grein fyrir eftirfarandi atriðum:
4.1. Ferðaleiðum, áfangastöðum, hvenær og hve lengi dvalið er á hverjum stað.
4.2. Samgöngutækjum sem nota á, eiginleika þeirra og gæðaflokki, dagsetningum, tímasetningum og brottfarar- og komustöðum.
4.3. Tegund og staðsetningu gististaðar, gæða- eða þægindaflokki samkvæmt reglum viðkomandi gistiríkis.
4.4. Málsverðum sem innifaldir eru í verði ferðar.
4.5. Hvort krafist er lágmarksfjölda þátttakenda í ferð og ef svo er, hve margra og lokafresti til að tilkynna farkaupa um aflýsingu ferðar vegna ónógrar þátttöku.
4.6. Heimsóknum, skoðunarferðum eða annarri þjónustu, sem felst í verði alferðar.
4.7. Sérstökum aðstæðum á gististað, t.d. hávaða frá byggingastarfsemi, umferð eða öðru sem kann að valda ónæði.
4.8. Aðgengi fatlaðra að gististaðnum.
4.9. Reglum um afpöntun og möguleika á tryggingum, sbr. 5. gr. laga um alferðir.
4.10. Ákvæðum 9. og 13. gr. laga um alferðir.
4.11. Aukagjöldum fyrir aðstöðu sem ekki er innifalin í verði alferðar, en unnt er að kaupa sérstakalega, svo sem einstaklingsherbergi, bað, svalir og útsýni.
4.12. Hugsanlegum afslætti.
4.13. Hvenær og hvernig hægt er að greiða fyrir alferðina ásamt fjárhæð fyrirframgreiðslu sé hennar krafist.
4.14. Kröfum sem gerðar eru um vegabréf, vegabréfsáritanir og heilbrigðisráðstafanir.
Þegar alferð er pöntuð skal veita farkaupa upplýsingar varðandi ferðina samkvæmt 2. og 4. gr. reglugerðar þessarar.
Í samningi um alferð skal koma fram:
6.1. Nafn og póstfang seljanda alferðar og tryggingarfélags ef farkaupi kaupir forfallatryggingu fyrir milligöngu seljanda alferðar.
6.2. Sérstakar kröfur varðandi framkvæmd alferðar sem farkaupi hefur gert og seljandi lofað að uppfylla.
6.3. Verð og greiðslutilhögun.
6.4. Frestur farkaupa til að setja fram kvörtun vegna vanefnda á samningnum.
6.5. Upplýsingar um hugsanlegar verðbreytingar samkvæmt 7. gr. laga um alferðir og upplýsingar samkvæmt 4. gr. reglugerðar þessarar eins og við á.
Áður en alferð hefst skal seljandi alferðar upplýsa farkaupa skriflega eða á annan ótvíræðan hátt um eftirfarandi atriði eins og við á. Vísa má til auglýsinga- eða kynningabæklings enda hafi farkaupi átt kost á að kynna sér efni hans.
7.1. Hvar og hvenær skuli mæta til brottfarar og heimferðar, hvar og hvenær millilent er og farið í annað eða svipað farartæki, svo og áætlaðan heimkomutíma.
7.2. Klefa eða koju á skipi eða svefn- eða hvíldarklefa í lest.
7.3. Fulltrúa seljanda alferða á áfangastað sem geta aðstoðað farkaupa. Sé hann ekki að finna, skulu farkaupa látnar í té upplýsingar um hvar og hvernig megi ná sambandi við þann fulltrúa sem næstur er, í síma, bréfsíma eða á annan hátt.
7.4. Þegar um er að ræða ferðir ólögráða barna til útlanda eða dvöl þeirra erlendis, skal veita farkaupa upplýsingar um hvernig megi ná beinu sambandi við barnið eða ábyrgðaraðila á dvalarstað.
7.5. Möguleika á að kaupa ferðatryggingu sem bætir kostnað af meðferð eða heimflutningi ef slys eða veikindi ber að höndum og opinber sjúkratrygging greiðir ekki bætur.
7.6. Skilmála fyrir staðfestingu flugmiða til heimferðar og fresti í því sambandi.
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum og skal farið með slík mál að hætti opinberra mála.
Reglugerð þessi, sem öðlast þegar gildi, er sett samkvæmt lögum um alferðir nr. 80/1994 og staðfestist hér með til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Halldór Blöndal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Samgönguráðuneytið, 7. mars 1995.
VI. KAFLI
 Gildistaka o.fl.
8. gr.
V. KAFLI
 Upplýsingar sem veita ber áður en alferð hefst.
7. gr.
IV. KAFLI
 Samningur um alferð.
6. gr.
III. KAFLI
 Pöntun á alferð.
5. gr.
4. gr.
II. KAFLI
 Auglýsingabæklingar um alferðir.
3. gr.
2. gr.

Áfengislög

Áfengislög nr. 75/1998; 20. gr. um auglýsingar.

Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu.

Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifingu prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar.

Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda, sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur, heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu.

Undanþegið banni við áfengisauglýsingum er:
1. Auglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.
2. Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.
3. Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á flutningstækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans.

Samkeppnislög nr. 44/2005.

V. KAFLI

Eftirlit með samkeppnishömlum.

16. gr.
Samkeppniseftirlitið getur gripið til aðgerða gegn:

a.
samningum, skilmálum og hvers konar athöfnum sem brjóta í bága við 10., 11. og 12. gr.,

b.
athöfnum opinberra aðila að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni að því tilskildu að sérlög hafi ekki að geyma sérstakar reglur um heimild eða skyldu til slíkra athafna.
Aðgerðir Samkeppniseftirlitsins geta falið í sér hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að stöðva brot gegn ákvæðum laganna eða bregðast við athöfnum opinberra aðila sem kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Samkeppniseftirlitið getur beitt úrræðum bæði til breytingar á atferli og skipulagi, í hlutfalli við það brot sem framið hefur verið og nauðsynlegt telst til að stöðva það í reynd. Þó er einungis heimilt að beita úrræðum til breytingar á skipulagi ef sýnt þykir að ekki sé fyrir hendi árangursríkt úrræði til breytingar á atferli eða þar sem jafnárangursríkt úrræði til breytingar á atferli væri meira íþyngjandi fyrir hlutaðeigandi aðila en úrræði til breytingar á skipulagi.

Samkeppniseftirlitinu er heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða um einstök mál ef:
a.
sennilegt þykir að sú háttsemi eða þær aðstæður sem til athugunar eru fari gegn ákvæðum samkeppnislaga eða ákvörðunum teknum á grundvelli þeirra eða ef athafnir opinberra aðila hafa skaðleg áhrif á samkeppni og
b.
líklegt er að bið eftir endanlegri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins leiði til röskunar á samkeppni sem verði afstýrt með endanlegri ákvörðun eða málið að öðru leyti þolir ekki bið.
Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.

17. gr.
Telji Samkeppniseftirlitið að samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða, eins eða fleiri fyrirtækja, verði til eða slík staða styrkist getur stofnunin ógilt samruna sem þegar hefur átt sér stað. Samkeppniseftirlitið getur einnig sett slíkum samruna skilyrði sem verður að uppfylla innan tilskilins tíma. Við mat á lögmæti samruna skal Samkeppniseftirlitið taka tillit til þess að hvaða marki alþjóðleg samkeppni hefur áhrif á samkeppnisstöðu hins sameinaða fyrirtækis. Enn fremur skal við mat á lögmæti samruna taka tillit til þess hvort markaður er opinn eða aðgangur að honum er hindraður.

Ákvæði 1. mgr. tekur einungis til samruna þar sem sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er 1 milljarður kr. eða meira. Telja skal með veltu móður- og dótturfélaga, fyrirtækja innan sömu fyrirtækjasamstæðu og fyrirtækja sem aðilar samrunans hafa bein eða óbein yfirráð yfir. Þá skulu a.m.k. tvö af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samrunanum hafa a.m.k. 50 millj. kr. ársveltu hvert um sig til að 1. mgr. taki til hans.

Tilkynna skal Samkeppniseftirlitinu um samruna sem fellur undir 1. mgr. eigi síðar en einni viku eftir að samningi um hann er lokið eða tilkynnt er opinberlega um yfirtökuboð eða að tiltekinn aðili hafi náð yfirráðum í fyrirtæki. Frestur hefst þegar eitt af þessu hefur gerst. Í tilkynningunni skal veita upplýsingar um samrunann og um þau fyrirtæki sem honum tengjast. Samkeppniseftirlitið setur reglur þar sem nánar eru tilgreindar þær upplýsingar sem fram verða að koma í tilkynningu, þar á meðal um markaði sem samruninn hefur áhrif á og um önnur nauðsynleg atriði við athugun á samkeppnislegum áhrifum hans.

Samkeppniseftirlitið skal tilkynna viðkomandi fyrirtækjum innan þrjátíu daga ef það telur ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Frestur þessi byrjar að líða þegar Samkeppniseftirlitinu berst tilkynning sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. og reglna sem settar eru samkvæmt ákvæðinu. Berist tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu skv. 1. málsl. ekki innan tilskilins frests getur Samkeppniseftirlitið ekki ógilt samrunann. Ákvörðun um ógildingu skal taka eigi síðar en þremur mánuðum eftir að tilkynning skv. 1. málsl. hefur verið send viðkomandi fyrirtækjum.

Til þess að tryggja að hugsanleg ákvörðun skv. 1. mgr. nái að fullu fram að ganga getur Samkeppniseftirlitið gripið til íhlutunar í samruna til bráðabirgða. Íhlutun getur falist í banni til bráðabirgða gegn því að láta samruna koma til framkvæmda þar til endanleg niðurstaða samkeppnisyfirvalda á athugun á samrunanum liggur fyrir eða öðrum ráðstöfunum sem hafa sömu áhrif.

Ákveði Samkeppniseftirlitið að ógilda samruna getur stofnunin, samhliða ákvörðun á grundvelli 1. mgr. eða með sérstakri ákvörðun, mælt fyrir um að fyrirtæki eða eignir sem sameinaðar hafa verið verði aðskildar eða sameiginlegri stjórn hætt eða að gripið verði til annarra viðeigandi aðgerða til að skapa að nýju skilyrði fyrir virkri samkeppni.

18. gr.
Ef Samkeppniseftirlitið telur að ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla stríði gegn markmiði laga þessara og torveldi frjálsa samkeppni í viðskiptum skal vekja athygli ráðherra á því áliti. Slíkt álit skal einnig birta almenningi á fullnægjandi hátt, t.d. með fréttatilkynningu til fjölmiðla eftir að það hefur verið kynnt ráðherra.

 

Jafnréttislög

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

2008 nr. 10 6. mars
I. kafli. Markmið og orðskýringar.
Markmið.
Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Markmiði þessu skal náð m.a. með því að:
a. gæta jafnréttissjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins,
b. vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélaginu,
c. bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu,
d. vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kyns á vinnumarkaði,
e. gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf,
f. efla fræðslu um jafnréttismál,
g. greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni,
h. efla rannsóknir í kynjafræðum,
i. vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni,
j. breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla.
Orðskýringar.
Í lögum þessum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1. Bein mismunun: Þegar einstaklingur fær óhagstæðari meðferð en annar af gagnstæðu kyni við sambærilegar aðstæður.
2. Óbein mismunun: Þegar hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kemur hlutfallslega verr við annað kynið nema slíkt sé viðeigandi, nauðsynlegt eða réttlætanlegt vegna hlutlægra þátta óháð kyni.
3. Kynbundin áreitni: Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynbundin áreitni ef það er alvarlegt.
4. Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi kynferðisleg hegðun sem er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt.
5. Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þolanda, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.
6. Kynjasamþætting: Að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótunarferli þannig að sjónarhorn kynjajafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanir þeirra sem alla jafna taka þátt í stefnumótun í samfélaginu.
7. Sértækar aðgerðir: Sérstakar tímabundnar aðgerðir sem ætlað er að bæta stöðu eða auka möguleika kvenna eða karla í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna á ákveðnu sviði þar sem á annað kynið hallar. Þar getur þurft tímabundið að veita öðru kyninu forgang til að ná jafnvægi.
8. Laun: Almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun, bein og óbein, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans.
9. Kjör: Laun ásamt lífeyris-, orlofs- og veikindaréttindum og hvers konar öðrum starfskjörum eða réttindum sem metin verða til fjár.II. kafli. Stjórnsýsla.
Yfirstjórn.
Velferðarráðherra fer með framkvæmd laga þessara nema annars sé sérstaklega getið. Jafnréttisstofa er sérstök stofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Hún annast stjórnsýslu á
Jafnréttisstofa.
Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til fimm ára í senn.
Framkvæmdastjóri annast daglega stjórn Jafnréttisstofu og ræður starfsfólk hennar.
Verkefni sem Jafnréttisstofa annast eru m.a. að:
a. hafa eftirlit með framkvæmd laganna,
b. sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi,
c. veita stjórnvöldum, stofnunum, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum ráðgjöf í tengslum við jafnrétti kynjanna,
d. koma á framfæri við ráðherra, Jafnréttisráð og önnur stjórnvöld ábendingum og tillögum um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna,
e. koma með tillögur að sértækum aðgerðum,
f. auka virkni í jafnréttismálum, m.a. með aukinni aðild karla að jafnréttisstarfi,
g. fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum,
h. veita jafnréttisnefndum, jafnréttisráðgjöfum og jafnréttisfulltrúum sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja aðstoð,
i. vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samstarfi við önnur stjórnvöld og samtök sem sinna slíkum forvörnum sérstaklega,
j. vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kyns á vinnumarkaði,
k. leita sátta í ágreiningsmálum sem Jafnréttisstofu berast og varða ákvæði laga þessara,
l. breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla,
m. vinna önnur verkefni í samræmi við markmið laganna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra.
Stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum er skylt að veita Jafnréttisstofu hvers konar almennar upplýsingar sem nauðsynlegar eru starfsemi hennar.
Hafi Jafnréttisstofa rökstuddan grun um að stofnun, fyrirtæki eða félagasamtök hafi brotið gegn lögum þessum skal hún kanna hvort ástæða sé til að óska eftir því að kærunefnd jafnréttismála taki málið til meðferðar. Hlutaðeigandi stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum er skylt að láta Jafnréttisstofu í té upplýsingar og gögn sem hún telur nauðsynleg til að upplýsa um málsatvik. Verði viðkomandi aðilar ekki við þessari beiðni Jafnréttisstofu innan hæfilegs frests getur hún ákveðið að þeir greiði dagsektir þar til upplýsingarnar og gögnin hafa verið látin í té. Sé það mat Jafnréttisstofu að umræddar upplýsingar og gögn renni frekari stoðum undir að brotið hafi verið gegn ákvæðum laganna skal hún óska eftir því að kærunefnd jafnréttismála taki málið til meðferðar og jafnframt tilkynna hlutaðeigandi stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum skriflega um þá ákvörðun sína.
Jafnréttisstofa skal að beiðni kæranda fylgja því eftir að úrskurðum kærunefndar jafnréttismála sé framfylgt eftir því sem við getur átt. Þegar sá sem úrskurður kærunefndar beinist að fer ekki að úrskurðinum getur Jafnréttisstofa beint þeim fyrirmælum til viðkomandi að gripið verði til viðunandi úrbóta til samræmis við úrskurðinn innan hæfilegs frests. Verði sá sem úrskurður beinist að ekki við fyrirmælum Jafnréttisstofu getur Jafnréttisstofa ákveðið að viðkomandi greiði dagsektir þar til farið verður að fyrirmælunum.
Starfsmönnum Jafnréttisstofu er óheimilt að nota aðstöðu sína til að afla sér annarra upplýsinga eða gagna en þeirra sem eru nauðsynleg eða kunna að vera nauðsynleg í þágu eftirlitsins skv. 5. mgr. Enn fremur er þeim óheimilt að veita eða afhenda öðrum en aðilum máls og kærunefnd jafnréttismála upplýsingar eða gögn sem aflað er í þágu eftirlitsins skv. 5. mgr., sem starfsmenn kunna að verða áskynja vegna starfa sinna við lausn á ágreiningsmálum skv. k-lið 3. mgr. eða eftirfylgni við úrskurði kærunefndar jafnréttismála skv. 6. mgr.
Ákvörðun um dagsektir skv. 5. og 6. mgr. skal tilkynnt bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að. Dagsektir geta numið allt að 50.000 kr. hvern dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal m.a. líta til fjölda starfsmanna fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka og hversu umsvifamikill viðkomandi atvinnurekstur er.
Dagsektir skulu renna í ríkissjóð.
Þeim sem fyrirmælum Jafnréttisstofu er beint að samkvæmt ákvæði þessu er heimilt að kæra ákvörðun Jafnréttisstofu til [ráðherra].1) Ákvörðun um dagsektir skv. 6. mgr. fellur niður sé úrskurður kærunefndar borinn undir dómstóla.
Ákvarðanir Jafnréttisstofu um dagsektir eru aðfararhæfar. Kæra til [ráðherra]1) eða málshöfðun fyrir almennum dómstólum frestar aðför.
Kærunefnd jafnréttismála.
Ráðherra skipar samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar þrjá fulltrúa í kærunefnd jafnréttismála til þriggja ára í senn. Skulu þeir allir vera lögfræðingar og a.m.k. einn þeirra hafa sérþekkingu á jafnréttismálum. Formaður og varaformaður skulu uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndinni er heimilt að kalla sér til ráðgjafar og aðstoðar sérfróða aðila ef hún telur þörf á.
Verkefni kærunefndar jafnréttismála er að taka erindi til meðferðar og kveða upp skriflegan úrskurð um hvort ákvæði laga þessara hafi verið brotin. Niðurstöður kærunefndar sæta ekki kæru til æðra stjórnvalds.
Þegar um er að ræða mál sem ætla má að geti haft stefnumarkandi áhrif á vinnumarkaðinn í heild skal nefndin leita umsagnar frá heildarsamtökum launafólks og atvinnurekenda áður en úrskurður er kveðinn upp.
Úrskurðir kærunefndar eru bindandi gagnvart málsaðilum. Málsaðilum er heimilt að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Að kröfu málsaðila getur nefndin kveðið upp úrskurð um frestun réttaráhrifa úrskurðar telji hún ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal gerð eigi síðar en tíu dögum frá birtingu úrskurðar. Frestun á réttaráhrifum úrskurðar skal vera bundin því skilyrði að málsaðili beri málið undir dómstóla innan þrjátíu daga frá birtingu úrskurðar um frestun réttaráhrifa og óski þá eftir að það hljóti flýtimeðferð. Ef beiðni um flýtimeðferð er synjað skal mál höfðað eins fljótt og unnt er eftir að synjun kemur fram og eigi síðar en innan þrjátíu daga frá synjun dómara. Frestun réttaráhrifa úrskurðar fellur úr gildi ef mál er ekki borið undir dómstóla innan þrjátíu daga frá birtingu úrskurðar um frestun réttaráhrifa eða mál er ekki höfðað innan þrjátíu daga frá synjun dómara um flýtimeðferð. Sé mál höfðað vegna úrskurðar nefndarinnar er henni heimilt að fresta afgreiðslu sambærilegra mála sem eru til meðferðar hjá henni þar til dómur gengur í málinu.
Kærunefnd jafnréttismála getur ákveðið að sá sem kæra beinist gegn greiði kæranda kostnað við að hafa kæruna uppi fyrir kærunefndinni enda sé niðurstaða nefndarinnar kæranda í hag.
Ef úrskurður kærunefndar jafnréttismála er kæranda í hag en gagnaðili vill ekki una úrskurði kærunefndar og höfðar mál til ógildingar honum fyrir dómstólum, skal kærandi fá greiddan málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði.
Ef kæra er bersýnilega tilefnislaus að mati kærunefndarinnar getur nefndin úrskurðað kæranda til að greiða gagnaðila málskostnað. Aðför má gera án undangengins dóms til fullnustu málskostnaðar.
Kærunefndin skal birta úrskurði sína.
Kostnaður við starfsemi nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um störf kærunefndar og skrifstofuhald.
Málsmeðferð fyrir kærunefnd jafnréttismála.
Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna sem telja að ákvæði laga þessara hafi verið brotin á sér geta leitað atbeina kærunefndar jafnréttismála.
Jafnréttisstofa getur óskað eftir að kærunefnd jafnréttismála taki mál til meðferðar, sbr. 5. mgr. 4. gr.
Erindi skulu berast nefndinni skriflega innan sex mánaða frá því að ætlað brot á lögum þessum lá fyrir, frá því að ástandi sem talið er brot á lögunum lauk eða frá því að sá er málið varðar fékk vitneskju um ætlað brot. Sé leitað rökstuðnings á grundvelli ákvæða stjórnsýslulaga tekur fresturinn að líða þegar sá rökstuðningur liggur fyrir. Kærunefndin getur þegar sérstaklega stendur á ákveðið að taka erindi til umfjöllunar þótt liðinn sé framangreindur frestur, þó aldrei ef liðið er meira en eitt ár. Erindi telst nægjanlega snemma fram komið ef bréf sem hefur það að geyma hefur borist nefndinni eða verið póstlagt áður en fresturinn er liðinn.
Kærunefnd getur að höfðu samráði við kæranda sent mál til sáttameðferðar hjá Jafnréttisstofu.
Nefndin skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en þremur mánuðum eftir að henni berst mál í hendur.
Málsmeðferð fyrir kærunefnd skal að jafnaði vera skrifleg en þó getur nefndin kallað málsaðila eða fulltrúa þeirra á sinn fund. Að öðru leyti fer um málsmeðferð hjá nefndinni samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga og nánari reglum sem ráðherra setur, að fengnum tillögum frá nefndinni.
Upplýsingaöflun fyrir kærunefnd.
Kærunefnd jafnréttismála skal tryggja að aðili máls eigi þess kost að tjá sig um efni máls áður en nefndin kveður upp úrskurð sinn enda telji nefndin að hvorki afstaða hans né rök fyrir henni liggi fyrir í gögnum málsins.
Kærunefnd jafnréttismála getur, að kröfu gagnaðila, krafið aðila um gögn sem nefndin telur að geti haft áhrif á úrlausn máls.
Kærunefnd jafnréttismála getur krafist frekari gagna frá málsaðilum telji hún málið ekki nægjanlega upplýst.
Ef lögð eru fyrir kærunefnd jafnréttismála gögn sem varða laun, önnur starfskjör eða réttindi einstaklinga skal kærunefndin tilkynna hlutaðeigandi að þessar upplýsingar hafi verið veittar nefndinni. Fara skal með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Jafnréttisráð.
Eftir hverjar alþingiskosningar skipar ráðherra ellefu manna Jafnréttisráð. Ráðherra skipar formann án tilnefningar, tvo fulltrúa sem tilnefndir eru sameiginlega af samtökum launafólks, tvo fulltrúa sem tilnefndir eru sameiginlega af samtökum atvinnurekenda, tvo fulltrúa sem tilnefndir eru sameiginlega af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands, einn fulltrúa sem tilnefndur er sameiginlega af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum, einn fulltrúa sem tilnefndur er af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, einn fulltrúa sem tilnefndur er af Félagi um foreldrajafnrétti og einn fulltrúa sem tilnefndur er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt.
Hlutverk Jafnréttisráðs.
Jafnréttisráð skal starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
Jafnréttisráð skal undirbúa jafnréttisþing í samráði við [ráðherra],1) sbr. 10. gr., og leggja fyrir það skýrslu um störf sín.
Kostnaður við starfsemi ráðsins greiðist úr ríkissjóði. Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um störf Jafnréttisráðs og skrifstofuhald.
Jafnréttisþing.
Ráðherra skal boða til jafnréttisþings innan árs frá alþingiskosningum og aftur að tveimur árum liðnum.
Á jafnréttisþingi skal fjalla um jafnréttismál en [ráðherra]1) skal leggja fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála við upphaf þingsins. Í skýrslu ráðherra skal m.a. koma fram mat á stöðu og árangri verkefna í gildandi þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum, sbr. 11. gr., auk umfjöllunar um stöðu og þróun jafnréttismála á helstu sviðum samfélagsins. Jafnréttisráð skal sjá til þess að umræður þingsins verði teknar saman og skal ráðið afhenda ráðherra samantektina. Önnur verkefni þingsins ákveður [ráðherra]1) hverju sinni að fengnum tillögum Jafnréttisráðs.
Þingið er öllum opið en Jafnréttisráð skal boða alþingismenn, fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga, þar á meðal jafnréttisfulltrúa, sem og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem hafa jafnréttismál á stefnuskrá sinni.
Seta á þinginu er ólaunuð en annar nauðsynlegur kostnaður af þinghaldinu greiðist úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun [ráðherra].1)



Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum.
Ráðherra leggur fyrir Alþingi, innan árs frá alþingiskosningum, tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára í senn að fengnum tillögum einstakra ráðuneyta, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráðs. Enn fremur skal höfð hliðsjón af umræðum jafnréttisþingsins skv. 10. gr. Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum skal fela í sér verkefni sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í íslensku samfélagi, sbr. 1. gr. laganna. Framkvæmdaáform og áætlaðar fjárveitingar til verkefna skulu koma sundurliðuð fram í áætluninni. Skýrsla [ráðherra]1) um stöðu og þróun jafnréttismála sem lögð er fram á jafnréttisþingi skv. 10. gr. skal fylgja með tillögunni til þingsályktunarinnar.
Jafnréttisnefndir sveitarfélaga.
Sveitarstjórnir skulu að loknum sveitarstjórnarkosningum skipa jafnréttisnefndir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfélags. Skulu nefndirnar vera ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir í málefnum er varða jafnrétti kynjanna og fylgjast með og hafa frumkvæði að aðgerðum, þar með talið sértækum aðgerðum, til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfélags.
Hver jafnréttisnefnd skal hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára, þar sem m.a. komi fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Jafnréttisáætlanir skulu lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.
Hver nefnd skal annað hvert ár afhenda Jafnréttisstofu skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála innan viðkomandi sveitarfélags.
Jafnréttisfulltrúar.
Í sérhverju ráðuneyti skal starfa jafnréttisfulltrúi sem hefur sérþekkingu á jafnréttismálum. Jafnréttisfulltrúi fjallar um og hefur eftirlit með jafnréttisstarfi á málefnasviði viðkomandi ráðuneytis og stofnana þess, þar á meðal skal hann vinna að kynjasamþættingu á málefnasviði ráðuneytisins. Jafnréttisfulltrúi skal árlega senda Jafnréttisstofu greinargerð um stöðu og þróun jafnréttismála á málefnasviði viðkomandi ráðuneytis.
Jafnréttisráðgjafar.
Ráðherra er heimilt að ráða jafnréttisráðgjafa sem vinnur tímabundið að jafnréttismálum á tilteknu sviði og/eða á tilteknu landsvæði.
Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera.
Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.
Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Tilnefningaraðila er heimilt að víkja frá skilyrði 1. málsl. þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess.
Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæði 1. mgr. ef undanþáguheimild 2. mgr. á við.
Greining á tölfræðiupplýsingum.
Í opinberri hagskýrslugerð um einstaklinga og í viðtals- og skoðanakönnunum skal greint á milli kynja við söfnun gagna, úrvinnslu þeirra og birtingu upplýsinga nema sérstakar ástæður, svo sem persónuverndarhagsmunir, mæli gegn því.
Kynjasamþætting.
Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra. Hið sama gildir um alla ákvörðunartöku innan ráðuneyta og stofnana eftir því sem við getur átt.III. kafli. Réttindi og skyldur.
Vinnumarkaður.
Atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Atvinnurekendur skulu sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum.
Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skulu setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Skal þar m.a. sérstaklega kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig þeim skuli náð til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í 19.–22. gr. Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti.
Fyrirtæki og stofnanir skv. 2. mgr. skulu afhenda Jafnréttisstofu afrit af jafnréttisáætlun eða starfsmannastefnu sinni ef jafnréttisáætlun er ekki fyrir hendi ásamt framkvæmdaáætlun þegar Jafnréttisstofa óskar eftir því. Enn fremur skulu fyrirtæki og stofnanir skv. 2. mgr. afhenda Jafnréttisstofu skýrslu um framgang mála þegar Jafnréttisstofa óskar eftir því innan hæfilegs frests.
Hafi fyrirtæki eða stofnun skv. 2. mgr. ekki gert jafnréttisáætlun eða samþætt jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína skal Jafnréttisstofa beina þeim fyrirmælum til viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar að gerðar séu viðunandi úrbætur innan hæfilegs frests. Hið sama gildir sé það mat Jafnréttisstofu að jafnréttisáætlun fyrirtækis eða stofnunar skv. 2. mgr. sé ekki viðunandi eða að jafnréttissjónarmið hafi ekki verið samþætt í starfsmannastefnu með nægilega skýrum hætti.
Verði fyrirtæki eða stofnun skv. 2. mgr. ekki við fyrirmælum Jafnréttisstofu skv. 4. mgr. getur Jafnréttisstofa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun greiði dagsektir þar til farið verður að fyrirmælunum. Hið sama á við þegar fyrirtæki eða stofnun lætur hjá líða að afhenda Jafnréttisstofu afrit af jafnréttisáætlun eða starfsmannastefnu sinni ef jafnréttisáætlun er ekki fyrir hendi ásamt framkvæmdaáætluninni þegar Jafnréttisstofa óskar eftir því eða neitar að afhenda Jafnréttisstofu skýrslu um framgang mála, sbr. 3. mgr. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynnt bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að.
Dagsektir geta numið allt að 50.000 kr. hvern dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal m.a. líta til fjölda starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar og hversu umsvifamikill viðkomandi atvinnurekstur er.
Dagsektir skulu renna í ríkissjóð.
Þeim sem fyrirmælum Jafnréttisstofu er beint að samkvæmt ákvæði þessu er heimilt að kæra ákvörðun Jafnréttisstofu til ráðherra.
Ákvarðanir Jafnréttisstofu um dagsektir eru aðfararhæfar. Kæra til [ráðherra]1) eða málshöfðun fyrir almennum dómstólum frestar aðför.
Launajafnrétti.
Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.
Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo.
Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun.
Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum og körlum.
Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.
Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs.
Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa atvinnulífs, þar með talið að starfsmönnum sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.
Kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni.
Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.
Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðrar kynbundinnar eða kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.
Menntun og skólastarf.
Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi.
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi.
Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað.
Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu piltar og stúlkur óháð kyni hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf.
Efla skal rannsóknir á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi, jafnt fræðilegar grunnrannsóknir sem hagnýtar rannsóknir, og miðla niðurstöðum þeirra markvisst innan skólastarfsins og til fjölmiðla.
Menntamálaráðuneytið skal fylgjast með að jafnréttis kynjanna sé gætt í skóla- og uppeldisstarfi sem og í íþrótta- og tómstundastarfi. Enn fremur skal menntamálaráðuneytið fylgjast með þróun jafnréttismála á þessum sviðum samfélagsins.

Jafnréttisráðgjafi skal starfa innan menntamálaráðuneytisins og skal hann fylgja eftir ákvæðum þessarar greinar og veita viðkomandi aðilum ráðgjöf í jafnréttismálum, m.a. um sértækar aðgerðir til að stuðla að jafnrétti kynjanna.

IV. kafli. Bann við mismunun á grundvelli kyns.

Almennt bann við mismunun.
Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, hvort heldur bein eða óbein, er óheimil.
Þó teljast sértækar aðgerðir ekki ganga gegn lögum þessum. Sama á við ef gild rök mæla með því að ráða til starfa einstakling af ákveðnu kyni vegna hlutlægra þátta er tengjast starfinu.
Það telst ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna meðgöngu og barnsburðar.
Bann við mismunun í kjörum.
Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna konum og körlum í launum og öðrum kjörum á grundvelli kyns.
Ef leiddar eru líkur að því að kona og karl sem starfa hjá sama atvinnurekanda njóti mismunandi launakjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf skal atvinnurekandi sýna fram á, ef um launamun er að ræða, að munurinn skýrist af öðrum þáttum en kyni.
Bann við mismunun í starfi og við ráðningu.
Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kyns. Sama gildir um stöðuhækkun, stöðubreytingar, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsmanna.
Óheimilt er að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir skv. 1. mgr.
Óheimilt er að auglýsa eða birta auglýsingu um laust starf þar sem gefið er í skyn að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu. Þetta ákvæði gildir ekki ef tilgangur auglýsandans er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar og skal það þá koma fram í auglýsingunni. Sama á við ef gild rök mæla með því að einungis sé auglýst eftir öðru kyninu.
Ef leiddar eru líkur að því að við ráðningu, setningu eða skipun í starf, stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, starfsþjálfun, símenntun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður eða vinnuskilyrði hafi einstaklingum verið mismunað á grundvelli kyns, töku fæðingar- og foreldraorlofs eða annarra aðstæðna í tengslum við meðgöngu og barnsburð skal atvinnurekandi sýna fram á að aðrar ástæður en kyn, fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans.
Við mat á því hvort ákvæði 4. mgr. hafi verið brotið skal taka mið af menntun, starfsreynslu, sérþekkingu eða öðrum sérstökum hæfileikum sem krafa er gerð um í viðkomandi starfi samkvæmt lögum eða reglugerðum eða telja verður annars að komi að gagni í starfinu.
Bann við uppsögn o.fl. vegna kæru eða leiðréttingarkröfu.
Atvinnurekanda er óheimilt að segja starfsmanni upp störfum sökum þess að hann hafi krafist leiðréttingar á grundvelli laga þessara.
Atvinnurekandi skal jafnframt gæta þess að starfsmaður verði ekki beittur óréttlæti í starfi, svo sem með tilliti til starfsöryggis, starfskjara eða mats á árangri, á grundvelli þess að hafa kært eða veitt upplýsingar um kynbundna eða kynferðislega áreitni eða kynjamismunun.
Ef leiddar eru líkur að því að gengið hafi verið gegn ákvæði þessu skal atvinnurekandi sýna fram á að uppsögn eða ætlað óréttlæti grundvallist ekki á leiðréttingarkröfu starfsmanns, kæru eða veitingu upplýsinga um kynbundna eða kynferðislega áreitni eða aðra kynjamismunun. Þetta gildir ekki ef uppsögnin á sér stað meira en einu ári eftir að starfsmaðurinn setti fram leiðréttingarkröfur á grundvelli laga þessara.
Bann við mismunun í skólum og á uppeldisstofnunum.
Í skólum og öðrum mennta- og uppeldisstofnunum er hvers konar mismunun á grundvelli kyns óheimil. Skylt er að gæta þessa í námi og kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur.
Yfirmaður stofnunar skal gæta þess að nemandi eða skjólstæðingur sé ekki látinn gjalda þess að hafa kært kynbundna áreitni eða kynjamismunun.
Auglýsingar.
Auglýsandi og sá sem hannar eða birtir auglýsingu skulu sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jöfnum rétti kynjanna á nokkurn hátt. Óheimilt er að birta slíka auglýsingu í fjölmiðlum eða á öðrum opinberum vettvangi.
Bann við afsali réttar.
Óheimilt er að afsala sér þeim réttindum sem kveðið er á um í lögum þessum.V. kafli. Viðurlög.
Bætur fyrir fjártjón og miska.
Sá sem af ásettu ráði eða vanrækslu brýtur gegn lögum þessum er skaðabótaskyldur samkvæmt almennum reglum. Enn fremur má dæma hlutaðeigandi til að greiða þeim sem misgert er við, auk bóta fyrir fjártjón ef því er að skipta, bætur vegna miska.
Sektir.
Brot gegn lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim geta varðað sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Sektir renna í ríkissjóð.

Með mál er varða brot á lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim fer að hætti opinberra mála.

VI. kafli. Önnur ákvæði.

Reglugerðarheimild.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara.
Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi. …Ákvæði til bráðabirgða.
Ákvæði 1. mgr. 4. gr. um skipun framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu gildir frá og með fyrstu skipun í starfið eftir gildistöku laga þessara.Við gildistöku laga þessara heldur framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu starfi sínu til loka skipunartíma síns.
Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal ráðherra skipa nýtt Jafnréttisráð, sbr. 8. gr.
Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal ráðherra skipa nýja kærunefnd jafnréttismála skv. 5. gr. og fellur þá niður skipun kærunefndar jafnréttismála sem skipuð var samkvæmt
Ráðherra skal sjá til þess að þróað verði sérstakt vottunarkerfi á framkvæmd stefnu um launajafnrétti og framkvæmd stefnu um jafnrétti við ráðningar og uppsagnir í samvinnu við samtök aðila vinnumarkaðarins. Verkefninu skal lokið fyrir 1. janúar 2010 og skal þá fara fram endurskoðun á lögum þessum.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 11. gr. skal ráðherra leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum í fyrsta skipti á grundvelli ákvæðisins haustið 2008 sem gilda skal til vors 2012. Að öðru leyti gildir ákvæði 11. gr.

Lyfjalög

Lyfjalög. 1994 93 20. maí

VI. kafli. Auglýsing og kynning lyfja.

13. gr.
Bannaðar eru hvers konar lyfjaauglýsingar með þeim undantekningum sem um getur í kafla þessum.

14. gr.
Auglýsa má og kynna lyf, sem skráð eru hér á landi, á íslensku í tímaritum eða blöðum þeirra heilbrigðisstétta sem ávísa og dreifa lyfjum.
Í lyfjaauglýsingum skal tilgreina nafn framleiðanda, heiti lyfs, virkra efna, helstu ábendingar og frábendingar er varða notkun hlutaðeigandi lyfja, pakkningastærðir og verð. Enn fremur stærð skammta og helstu atriði önnur um notkun og aukaverkanir. Framangreindar upplýsingar skulu ætíð vera greinilegar og auðlæsar og í samræmi við það sem greinir í lyfjaskrám.

15 gr.
Heimilt er að kynna lyfseðilsskyld lyf fyrir þeim heilbrigðisstéttum sem ávísa og dreifa lyfjum en þó á þann hátt að ekki sé líklegt að auglýsingin komi almenningi fyrir sjónir.

16 gr.
Heimilt er að kynna og auglýsa lausasölulyf, þ.e. lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld, fyrir almenningi. Auglýsingar um lausasölulyf skulu vera í samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins sem nánar er getið í reglugerð.
Lyfjabúðum er heimilt að auglýsa og kynna þjónustu sína, svo sem heimsendingarþjónustu, verð lausasölulyfja og almenn afsláttarkjör.
Upplýsingar í auglýsingum skulu ætíð vera greinilegar og auðlæsar og í samræmi við það sem greinir í lyfjaskrám, reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu, svo og önnur fyrirmæli er að þessu lúta.

17. gr.
Heimilt er að afhenda persónulega lækni, tannlækni eða dýralækni lyfjasýnishorn í minnstu pakkningu og án greiðslu enda sé um að ræða nýskráð lyf til kynningar hér á markaði sem ekki teljast ávana- eða fíknilyf. Slík afhending er einungis heimil að fenginni dagsettri og undirritaðri beiðni læknis.
Önnur afhending eða póstsending lyfjasýnishorna í auglýsingaskyni er óheimil.

18. gr.
Lyfjaeftirlit ríkisins gætir þess að lyfjaauglýsingar séu réttar. Það getur bannað tilteknar auglýsingar sem gefa rangar eða ófullnægjandi upplýsingar um lyf. Það getur og krafist þess að auglýsandi sendi út leiðréttingar eða viðbótarskýringar á sambærilegan hátt. Lyfjaeftirlitið leitar álits lyfjanefndar ríkisins og/eða Samkeppnisstofnunar í þeim tilvikum er vafi leikur á réttmæti lyfjaauglýsingar. Auglýsendur skulu halda skrá yfir allar auglýsingar þar sem fram kemur hvar og hvenær þær voru birtar. Skrána skal geyma í tvö ár og skal hún vera aðgengileg Lyfjaeftirliti ríkisins.

19. gr.
Skráning aukaverkana og tilkynningarskylda skal vera í samræmi við reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og vera í höndum landlæknis í samstarfi við lyfjanefnd ríkisins.

 

 

Lög um eftirlit

Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu
2005 nr. 57 – 20. maí.

Tóku gildi 1. júlí 2005.

(Um auglýsingar, sjá f.f. II. kafli. Eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum.)

I. kafli. Almenn ákvæði.

1. gr. Lög þessi taka til hvers konar atvinnustarfsemi, svo sem framleiðslu, verslunar og þjónustu, án tillits til þess hvort hún er rekin af einstaklingum, félögum, opinberum aðilum eða öðrum.
Lög þessi taka ekki til launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum.

2. gr. Lög þessi taka til samninga, skilmála og athafna sem hafa eða ætlað er að hafa áhrif hér á landi.
Lög þessi taka ekki til samninga, skilmála og athafna sem aðeins er ætlað að hafa áhrif utan Íslands.

3. gr. Merking orða í lögum þessum er sem hér segir:
1. Atvinnurekstur er hvers konar atvinnustarfsemi, óháð formi eignarhalds og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem verslað eða sýslað er með gegn endurgjaldi.
2. Fyrirtæki er einstaklingur, félag, opinberir aðilar og aðrir sem stunda atvinnurekstur.
3. Neytandi er einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu gegn endurgjaldi, enda séu kaupin ekki gerð í atvinnuskyni.
4. Vara er samkvæmt lögum þessum fasteignir og lausafé, þ.m.t. skip, loftför, lofttegundir, rafmagn og aðrir orkugjafar.
5. Verð er andvirði vöru og þjónustu með virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum þar sem við á, þ.e. hvers konar endurgreiðsla án tillits til þess hvort notað er annað heiti, svo sem endurgjald, laun, þóknun, frakt, flutningsgjald, taxti, leiga eða því um líkt.
6. Þjónusta er hvers konar fyrirgreiðsla, vinna eða þjónusta gegn endurgjaldi, nema launuð vinna í þjónustu annarra.

4. gr. Neytendastofa fer með eftirlit samkvæmt lögum þessum í umboði viðskiptaráðherra sem fer með framkvæmd laganna.
Hlutverk Neytendastofu samkvæmt lögum þessum er að:
a. framfylgja boðum og bönnum laganna,
b. ákveða aðgerðir gegn óréttmætum viðskiptaháttum,
c. stuðla að auknu gagnsæi markaðarins.

Við afgreiðslu mála samkvæmt lögum þessum er Neytendastofu heimilt að raða málum í forgangsröð.
Ákvörðunum Neytendastofu sem teknar eru á grundvelli laga þessara verður skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála, sem starfar á grundvelli 4. gr. laga um Neytendastofu og talsmann neytenda.

II. kafli. Eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum.

5. gr. Óheimilt er að hafast nokkuð það að sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti í atvinnustarfsemi eins og þeir eru tíðkaðir eða eitthvað það sem óhæfilegt er gagnvart hagsmunum neytenda.

6. gr. Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boðstólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til.
Auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir skulu ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra eða sökum þess að skírskotað er til óviðkomandi mála.

7. gr. Samanburðarauglýsingar eru allar þær auglýsingar þar sem beint eða óbeint er vísað til keppinautar eða vöru eða þjónustu sem keppinautur býður.

Samanburðarauglýsingar skulu, að því er samanburð varðar, leyfðar að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum, að:
a. þær séu ekki villandi,
b. samanburðurinn taki til vöru eða þjónustu sem fullnægir sömu þörfum eða er ætluð til sömu nota,
c. gerður sé samanburður á einum eða fleiri áþreifanlegum, viðeigandi, sannreynanlegum og dæmigerðum eiginleika eða eiginleikum vöru eða þjónustu, að meðtöldu verði ef vill,
d. á markaðnum verði ekki villst á auglýsanda og keppinaut hans eða á vörumerkjum eða vöruheitum auglýsanda og keppinautar, öðrum auðkennum, vöru- eða þjónustutegundum,
e. ekki sé kastað rýrð á vörumerki, vöruheiti, önnur auðkenni, vöru, þjónustu, starfsemi eða aðstæður keppinautar, eða þeim sýnd lítilsvirðing,
f. ef um er að ræða vöru með upprunatáknum skuli í öllum tilvikum bera saman vörur með sömu táknum,
g. ekki sé með ósanngjörnum hætti hagnýttur orðstír vörumerkis, vöruheitis eða annarra auðkenna keppinautar eða upprunatáknunar samkeppnisvöru,
h. vara eða þjónusta sé ekki kynnt sem eftirlíking eða eftirgerð vöru eða þjónustu sem ber verndað vörumerki eða vöruheiti.

Sé getið um sértilboð í samanburði skal tiltaka skýrt og ótvírætt á hvaða degi sértilboðinu ljúki eða, þar sem við á, að sértilboðið sé háð framboði á vörunni eða þjónustunni og, hafi sértilboðið enn ekki tekið gildi, á hvaða degi byrjað verði að bjóða sérstakt verð eða önnur sérkjör.

8. gr. Auglýsingar, sem höfða eiga til íslenskra neytenda, skulu vera á íslenskri tungu.
Auglýsingar skulu þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða. Skulu þær skýrt aðgreindar frá öðru efni fjölmiðla.
Auglýsingar skulu miðast við að börn sjái þær og heyri og mega þær á engan hátt misbjóða þeim.
Í auglýsingum verður að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau.
Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er.

9. gr. Nú er vara, þjónusta eða annað það sem í té er látið og lög þessi taka til þannig úr garði gert að leiðbeininga er þörf við mat á eiginleikum þess, t.d. notagildi og endingu, svo og meðferð og hættu sem af vöru eða öðru getur stafað, og ber þá að veita fullnægjandi skriflegar leiðbeiningar þegar tilboð er gefið, samningur gerður eða eftir atvikum við afhendingu. Leiðbeiningarnar skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli, öðru en finnsku, og miðaðar við tegund og gerð viðkomandi vöru, þjónustu eða annars þess sem í té er látið.
Almennir skilmálar þjónustuaðila, sem bjóða neytendum þjónustu sína hér á landi, skulu vera á íslensku.

10. gr. Yfirlýsingu um ábyrgð má því aðeins gefa að ábyrgðaryfirlýsingin veiti viðtakanda meiri rétt en hann hefur samkvæmt gildandi lögum.
Ábyrgðaryfirlýsing er lagalega bindandi fyrir ábyrgðaraðila á grundvelli þeirra skilyrða sem fram koma í ábyrgðarskilmálum og auglýsingum hans.

11. gr. Ef ábyrgðaryfirlýsing er veitt skal seljandi vöru eða þjónustu upplýsa neytanda á skýran og greinargóðan hátt um gildissvið ábyrgðarinnar og hvaða skilyrði eru sett til þess að neytandi geti borið fyrir sig ábyrgðina. Jafnframt skal seljandi upplýsa neytanda á skýran hátt um þau ófrávíkjanlegu réttindi sem hann nýtur samkvæmt ákvæðum laga og ábyrgðaryfirlýsingin hefur engin áhrif á. Ef neytandi óskar þess ber seljanda að afhenda honum skilmála ábyrgðaryfirlýsingarinnar ritaða á pappír eða á öðrum varanlegum miðli sem er neytandanum aðgengilegur. Skriflegar ábyrgðaryfirlýsingar skulu vera á íslensku.

12. gr. Óheimilt er að nota í atvinnustarfsemi firmanafn, verslunarmerki eða því um líkt, sem sá hefur ekki rétt til er notar, eða reka atvinnu undir nafni sem gefur villandi upplýsingar um eignarrétt eða ábyrgð atvinnurekanda. Enn fremur er sérhverjum bannað að nota auðkenni, sem hann á tilkall til, á þann hátt að leitt geti til þess að villst verði á því og öðru einkenni sem annað fyrirtæki notar með fullum rétti.

13. gr. Óheimilt er í atvinnustarfsemi er lög þessi taka til að afla sér eða reyna að afla sér með ótilhlýðilegum hætti upplýsinga um eða umráða yfir atvinnuleyndarmálum starfseminnar.
Sá sem fengið hefur vitneskju um eða umráð yfir atvinnuleyndarmálum á réttmætan hátt í starfi sínu fyrir annan eða í félagi við annan, sbr. 1. mgr., má ekki án heimildar veita upplýsingar um eða hagnýta sér slík leyndarmál. Bann þetta gildir í þrjú ár frá því að starfi er lokið eða samningi slitið.
Þeim sem vegna starfs síns eða stöðu að öðru leyti hefur verið trúað fyrir uppdráttum, lýsingum, uppskriftum, líkönum eða þess háttar er óheimilt að hagnýta sér eða veita öðrum afnot af slíku án sérstakrar heimildar.
Nú hefur upplýsinga um eða umráða yfir atvinnuleyndarmáli verið aflað á þann hátt að brotið hefur verið gegn ákvæðum 1.–3. mgr. og er þá þeim sem brotlegur er eða þeim sem fengið hafa upplýsingar frá honum óheimilt að færa sér það í nyt.

14. gr. Útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, má því aðeins auglýsa eða tilkynna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða.
Þess skal gætt að greinilegt sé með verðmerkingum hvert hið upprunalega verð vörunnar var.

15. gr. Óheimilt er að selja eða hafa á boðstólum vörur sem merktar eru sjálfar eða á miða eða umbúðir eða með tilsvarandi heitum, alþjóðamerki hjúkrunar- og mannúðarstarfsemi eða öðrum hliðstæðum auðkennum, svo og að nota slík merki, auðkenni eða nöfn í heimildarleysi á auglýsingaspjöldum, auglýsingum, reikningum, vöruskrám eða öðrum verslunarskjölum.
Við framboð vöru, þjónustu eða annars þess sem í té er látið og lög þessi taka til er óheimilt að nota íslenska ríkisskjaldarmerkið, þá er óheimilt að nota í heimildarleysi íslensk byggðamerki, svo og erlend ríkis- eða byggðamerki.

16. gr. Neytendastofa getur sett nánari reglur til þess að koma í veg fyrir að upplýsingar séu villandi eða óhæfilegar gagnvart neytendum, svo og almennar reglur um beitingu 5.–9. gr. Neytendastofa skal eftir því sem kostur er ráðgast við hlutaðeigandi aðila eða samtök þeirra áður en slíkar reglur eru settar.
Neytendastofa getur gripið til aðgerða gegn athöfnum sem brjóta í bága við ákvæði kafla þessa. Aðgerðir Neytendastofu geta falið í sér bann, fyrirmæli eða heimild með ákveðnu skilyrði.

III. kafli. Eftirlit með gagnsæi markaðarins.

17. gr. Fyrirtæki, sem selur vörur eða þjónustu til neytenda, skal merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það. Neytendastofa getur sett nánari ákvæði um verðmerkingar með opinberri tilkynningu.

18. gr. Neytendastofa getur gefið fyrirtækjum sérstök fyrirmæli um að gera ráðstafanir til að auðvelda viðskiptavinum að meta verð og gæði. Fyrirmælin geta falist í skyldu til að tilgreina verð, viðskiptakjör, gæði og aðra eiginleika og hvernig vara skal mæld, vegin og flokkuð. Neytendastofa getur gefið slík fyrirmæli með opinberri tilkynningu.

19. gr. Í því skyni að upplýsa neytendur og efla verðskyn þeirra aflar Neytendastofa upplýsinga um verð, verðmyndun og önnur viðskiptakjör og birtir niðurstöður eftir því sem ástæða þykir til. Neytendastofa skal setja verklagsreglur um öflun slíkra upplýsinga, meðferð þeirra og birtingu.

IV. kafli. Upplýsingaskylda.

20. gr. Neytendastofa getur krafið þá sem lög þessi taka til um allar upplýsingar sem nauðsynlegar þykja við athugun einstakra mála. Upplýsinga er hægt að krefjast munnlega eða skriflega og skulu þær gefnar innan hæfilegs frests sem stofnunin setur.
Neytendastofa getur með sömu skilyrðum og í 1. mgr. krafist þess að fá gögn afhent til athugunar. Skulu þau afhent innan hæfilegs frests sem stofnunin setur.
Neytendastofa getur í starfi sínu krafist upplýsinga og gagna frá öðrum stjórnvöldum, þar á meðal frá skattyfirvöldum og tollyfirvöldum, óháð þagnarskyldu þeirra.
Neytendastofa getur einnig lagt skyldu á þá aðila sem um getur í 1. mgr. að upplýsa stofnunina reglulega um atriði sem máli skipta við framkvæmd laga þessara. Neytendastofa getur gefið slík fyrirmæli með opinberri tilkynningu.

21. gr. Þeim sem starfa af hálfu stjórnvalda að framkvæmd laga þessara er óheimilt að skýra frá þeim atriðum sem þeir verða áskynja um í starfi sínu og leynt eiga að fara. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.
V. kafli. Viðurlög.

22. gr. Neytendastofa getur lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn:
a. ákvæðum laga þessara um efni upplýsinga, sem veittar eru í auglýsingum eða í tengslum við aðrar viðskiptaaðferðir, sbr. 6. og 7. gr.,
b. stjórnvaldsreglum og ákvörðunum Neytendastofu sem stemma eiga stigu við ólögmætum viðskiptaháttum, sbr. 16. gr.,
c. ákvæðum laga þessara um verðmerkingar eða stjórnvaldsreglum settum á grundvelli þeirra, sbr. 17. gr.,
d. reglum og fyrirmælum Neytendastofu um ráðstafanir til að auðvelda viðskiptavinum að meta verð og gæði, sbr. 18. gr.
Sektir skv. 1. mgr. geta numið allt að 10 millj. kr.

23. gr. Ef ekki er farið að ákvörðun sem tekin hefur verið samkvæmt þessum lögum getur Neytendastofa ákveðið að sá eða þeir sem ákvörðunin beinist gegn greiði dagsektir þar til farið verður að henni. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynnt bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að.

24. gr. Ákvörðun um dagsektir má skjóta til áfrýjunarnefndar neytendamála innan fjórtán daga frá því að hún er kynnt þeim er hún beinist að. Dagsektir reiknast ekki fyrr en frestur er liðinn. Ef ákvörðun er skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála falla dagsektir ekki á fyrr en niðurstaða hennar liggur fyrir.

25. gr. Ákvörðun Neytendastofu verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir.

26. gr. Brot gegn lögum þessum, reglum og fyrirmælum settum samkvæmt þeim varða fésektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef sakir eru miklar. Dæma má sviptingu réttinda skv. 68. gr. almennra hegningarlaga og fésekt jafnframt fangelsi ef skilyrði 49. gr. almennra hegningarlaga eru fyrir hendi.
Sá sem gefur aðilum, sem annast framkvæmd laga þessara, rangar skýrslur skal sæta refsingu skv. XV. kafla almennra hegningarlaga.
Sektir samkvæmt lögum þessum má gera jafnt lögaðila sem einstaklingi. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á starfsmann lögaðilans. Hafi starfsmaður lögaðilans framið brot á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim má einnig gera lögaðila þessum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hefur notið hagnaðar af brotinu. Lögaðili ber ábyrgð á greiðslu sektar sem starfsmaður hans er dæmdur til að greiða vegna brota á lögum þessum enda séu brot tengd starfi hans hjá lögaðilanum.
Dæma má sviptingu réttinda skv. 68. gr. almennra hegningarlaga og upptöku eigna skv. 69. gr. sömu laga í máli er rís vegna brota á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim.

27. gr. Ákvarðanir Neytendastofu um að leggja á stjórnvaldssektir eða dagsektir eru aðfararhæfar, svo og sakarkostnaður.
Málskot til áfrýjunarnefndar neytendamála frestar aðför.
Við aðför samkvæmt ákvörðunum Neytendastofu skal kveðja gerðarþola fyrir héraðsdóm og um málsmeðferð fara skv. 13. kafla aðfararlaga.

28. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2005.

 

 

Lög um Neytandastofu

Lög um Neytendastofu og talsmann neytenda

2005 nr. 62 – 20. maí

Tóku gildi 1. júlí 2005, nema ákvæði til bráðabirgða sem tók gildi 25. maí 2005.
1. gr. Neytendastofa er ríkisstofnun sem starfa skal að stjórnsýsluverkefnum á sviði neytendamála, vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu, mælifræði og rafmagnsöryggismála svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. Neytendastofa heyrir undir viðskiptaráðherra.

2. gr. Neytendastofa skal annast framkvæmd laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins og laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, svo sem nánar er kveðið á um í lögum um það efni. Stofnunin annast einnig dagleg störf og undirbúning mála fyrir talsmann neytenda. Þá skal Neytendastofa fara með rafmagnsöryggismál, eins og kveðið er á um í lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Einnig skal stofnunin hafa yfirumsjón með lögmælifræði og hagnýtri mælifræði og sjá um framkvæmd laga um vog, mál og faggildingu. Þá skal Neytendastofa leysa af hendi þau verk sem henni eru falin í öðrum lögum.
Neytendastofa skal vinna að stefnumótun á sviði neytendamála auk þess sem stofnunin skal beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á sviðinu. Þá skal Neytendastofa annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði neytendamála sem og önnur verkefni sem stofnuninni verða falin með lögum eða ákvörðun ráðherra.

3. gr. Ráðherra skipar forstjóra Neytendastofu til fimm ára í senn.
Forstjóri skal búa yfir víðtækri þekkingu og reynslu af málefnum á starfssviði stofnunarinnar. Forstjóri stjórnar starfsemi og rekstri stofnunarinnar og ræður aðra starfsmenn.
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari reglur um skipulag og starfsemi Neytendastofu.

4. gr. Ráðherra skipar áfrýjunarnefnd neytendamála, sem í sitja þrír menn og jafnmargir til vara, til fjögurra ára í senn. Skulu formaður nefndarinnar og varamaður hans fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara. Ráðherra ákveður þóknun nefndarmanna sem greiðist úr ríkissjóði.

Til áfrýjunarnefndar neytendamála má skjóta stjórnvaldsákvörðunum sem teknar eru samkvæmt eftirtöldum lögum:
a. lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins,
b. lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og
c. öðrum lögum á málefnasviði Neytendastofu sé heimild til slíks að finna í þeim lögum.

Skrifleg kæra skal berast áfrýjunarnefndinni innan fjögurra vikna frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun
skv. 2. mgr. Úrskurður áfrýjunarnefndarinnar skal liggja fyrir innan sex vikna frá málskoti.
Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir innan stjórnsýslunnar og eru aðfararhæfir.

5. gr. Viðskiptaráðherra skipar talsmann neytenda til fimm ára í senn. Skal hann hafa þekkingu og reynslu af málefnum neytenda.
Kjaranefnd ákveður laun og starfskjör talsmanns neytenda. Talsmanni neytenda er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf eða takast á hendur verkefni sem eigi samrýmast starfi hans.
Neytendastofa annast dagleg störf og undirbúning mála fyrir talsmann neytenda. Talsmanni neytenda er heimilt að gera þjónustusamning við Neytendastofu um undirbúning mála fyrir embættið.

6. gr. Talsmanni neytenda ber að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neytendavernd.

Hlutverk talsmanns neytenda felst m.a. í því að:
a. taka við erindum neytenda,
b. bregðast við þegar hann telur brotið gegn réttindum og hagsmunum neytenda,
c. gefa út rökstuddar álitsgerðir ásamt tillögum um úrbætur,
d. setja fram tillögur um úrbætur á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum er varða neytendur sérstaklega og
e. kynna löggjöf og aðrar réttarreglur er varða neytendamál.

7. gr. Talsmaður neytenda getur tekið mál til meðferðar eftir kvörtun eða að eigin frumkvæði. Öllum neytendum er heimilt að leita til talsmanns neytenda með erindi sín, en hann ákveður sjálfur hvort ábending gefur tilefni til meðferðar af hans hálfu.
Talsmaður neytenda tekur ekki til meðferðar ágreining milli neytenda og seljenda, en honum ber að leiðbeina þeim sem til hans leita með slík mál um hvaða leiðir eru færar, m.a. innan stjórnsýslunnar og hjá dómstólum.

8. gr. Talsmaður neytenda getur, óháð þagnarskyldu, krafið stjórnvöld um allar þær upplýsingar sem hann telur nauðsynlegar til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Með sama hætti er fyrirtækjum og samtökum skylt að veita talsmanni neytenda allar upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlegar til að hann geti sinnt hlutverki sínu skv. b-lið 2. mgr. 6. gr.
Talsmaður neytenda getur ekki krafist upplýsinga er varða öryggi ríkisins eða utanríkismál sem leynt skulu fara nema með leyfi ráðherra þess sem í hlut á.
Komi upp ágreiningur vegna ákvæðis 1. mgr. er talsmanni neytenda heimilt að leita úrlausnar dómstóla. Um málsmeðferð fer eftir lögum um meðferð einkamála.

9. gr. Talsmanni neytenda er óheimilt að skýra frá þeim atriðum sem hann verður áskynja um í starfi sínu og leynt eiga að fara. Sama gildir um þá sem sinna störfum fyrir talsmann neytenda. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.

10. gr. Talsmaður neytenda er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum. Álitum talsmanns neytenda sem unnin eru á grundvelli laga þessara verður ekki skotið til annars stjórnvalds.

11. gr. Talsmaður neytenda skal gefa viðskiptaráðherra árlega skýrslu um starfsemi sína á liðnu almanaksári. Skýrsluna skal prenta og birta opinberlega.
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari reglur um starfsemi talsmanns neytenda.

12. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2005.

13. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
Við gildistöku laga þessara skal starfsmönnum Löggildingarstofu boðið annað starf hjá Neytendastofu. Við ráðstöfun þeirra starfa þarf ekki að gæta 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Við samþykkt laga þessara skipar viðskiptaráðherra tveggja manna undirbúningsnefnd sem hafa skal heimild til að undirbúa gildistöku laganna, þ.m.t. að bjóða starfsmönnum Löggildingarstofu og Samkeppnisstofnunar, eftir því sem við á, annað starf hjá Neytendastofu.

 


Reglugerð um lyfjaauglýsingar

I. Almenn ákvæði.
1. gr.
Lyfjaauglýsing er samkvæmt reglugerð þessari hvers konar auglýsinga- eða kynningarstarfsemi skrifleg eða munnleg, myndir, afhending lyfjasýnishorna, lyfjakynningar og fundir, sem beint eða óbeint er kostað af handhafa markaðsleyfis, framleiðanda, umboðsmanni eða heildsala, í þeim tilgangi að stuðla að ávísun, sölu eða notkun lyfja, þ.m.t. náttúrulyfja.
Auglýsa má og kynna lausasölulyf fyrir almenningi, á íslensku, samkvæmt nánari reglum sbr. II. kafli.
Auglýsa má og kynna lyf, sem veitt hefur verið markaðsleyfi fyrir hér á landi, á íslensku, í tímaritum og blöðum þeirra heilbrigðisstétta sem ávísa eða annast dreifingu á lyfjum, þ.e. lækna, tannlækna, lyfjafræðinga, lyfjatækna og hjúkrunarfræðinga, svo og dýralækna, og nema í þessum greinum samkvæmt nánari reglum, sbr. III. kafli.
2. gr.
Ákvæði þessarar reglugerðar ná ekki til:
1. áletrana á merkimiðum og ytri umbúðum eða fylgiseðla með lyfjum,
2. bréfaskipta, sem nauðsynleg eru til að svara fyrirspurnum um tiltekið lyf, né þeirra gagna um lyfið sem kunna að fylgja og ekki eru auglýsing,
3. tilkynninga og bréfaskipta vegna breytinga á umbúðum, aðvarana um aukaverkanir, vöru- og verðlista, að því tilskildu að ekki sé fullyrt um kosti lyfsins.
3. gr.
Lyfjaauglýsing skal veita réttar og faglegar upplýsingar um lyf. Upplýsingar í auglýsingum skulu ætíð vera greinilegar og auðlesnar og í samræmi við samantekt á eiginleikum lyfs (Summary of Product Characteristics, SPC; Produktresume).
Auglýsing um lyf skal vera með þeim hætti að hvatt sé til skynsamlegrar notkunar lyfja með því að kynna þau á hlutlægan hátt og án þess að of mikið sé gert úr eiginleikum þeirra. Lyfjaauglýsing má ekki vera villandi.
4. gr.
Lyfjaauglýsing í sjónvarpi er bönnuð.
5. gr.
Handhafi markaðsleyfis, umboðsmaður hans eða fulltrúi skal halda skrár yfir allar auglýsingar og kynningar, þar sem fram kemur hvar, hvenær og fyrir hverja þær voru birtar eða haldnar. Skrána skal geyma í 2 ár og skal hún vera aðgengileg Lyfjaeftirliti ríkisins. Handhafi markaðsleyfis, umboðsmaður hans eða fulltrúi, skal halda til haga vísindalegum gögnum um lyf sem hann setur á markað og annast upplýsingagjöf um þau.

II. Auglýsingar sem beint er til almennings.
6. gr.
Auglýsa má og kynna lausasölulyf, þ.e. lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld, fyrir almenningi, sbr. þó 4. gr. Ekki má þó auglýsa lausasölulyf, sem Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í að greiða, séu þau afgreidd samkvæmt lyfseðli.
Í auglýsingu um lausasölulyf má ekki koma fyrir ábending um notkun þess við sjúkdómum svo sem berklum, kynsjúkdómum, öðrum smitsjúkdómum, krabbameini eða öðrum æxlissjúkdómum, langvarandi svefnleysi, sykursýki eða öðrum efnaskiptasjúkdómum.
Lyfjaauglýsing sem beint er til almennings skal sett fram á þann hátt að ljóst sé að um auglýsingu sé að ræða og að varan sem auglýst er sé lyf.
7. gr.
Lyfjaauglýsing sem beint er til almennings skal að minnsta kosti veita upplýsingar um eftirfarandi:
1. heiti lyfs, ásamt samheiti ef lyfið inniheldur aðeins eitt virkt efni,
2. heiti virkra innihaldsefna,
3. nauðsynlegar upplýsingar fyrir rétta notkun lyfsins, þ.m.t. um notkunarsvið, mikilvægar varúðarreglur, aðvaranir og skömmtun,
4. skýra, auðlæsilega hvatningu til að lesa vandlega leiðbeiningar á fylgiseðli eða ytri umbúðum lyfsins, eftir því sem við á.
8. gr.
Lyfjaauglýsing sem beint er til almennings má ekki fela í sér neitt sem:
1. gefur til kynna að óþarfi sé að leita til læknis eða gangast undir læknismeðferð/aðgerð,
2. er tilboð um sjúkdómsgreiningu og/eða lyfjakaup, með bréfaskiptum,
3. gefur til kynna að áhrifin af lyfinu séu tryggð eða að því fylgi engar aukaverkanir,
4. segir að áhrifin af lyfinu séu betri eða jafngóð og áhrifin af annarri meðferð eða öðru lyfi,
5. gefur til kynna að heilsa viðkomandi geti batnað við að taka lyfið,
6. gefur til kynna að heilsu viðkomandi geti hrakað ef lyfið er ekki tekið,
7. er eingöngu eða einkum beint til barna,
8. vísar til meðmæla vísindamanna, fagmanna úr röðum heilbrigðisstétta eða einstaklinga, sem eru hvorki vísindamenn né fagmenn, en geta verið öðrum hvatning til lyfjanotkunar t.d. í krafti almennrar viðurkenningar eða frægðar sinnar,
9. gefur til kynna að lyfið sé matvara, snyrtivara eða önnur neysluvara,
10. gefur til kynna að öryggi eða virkni lyfsins stafi af því að um náttúrulegt efni sé að ræða,
11. gæti, vegna þess hvernig því er lýst eða vegna ítarlegrar sjúkdómssögu, leitt til rangrar sjálfsgreiningar sjúkdóms,
12. vísar á ósæmilegan eða villandi hátt til fullyrðinga um bata,
13. sýnir á ósæmilegan, ógnvekjandi eða villandi hátt myndir af breytingum á líkama manna eða dýra sem stafa af sjúkdómi eða meiðslum eða af áhrifum lyfs á líkamann eða hluta hans,
14. gefur til kynna að veitt hafi verið markaðsleyfi fyrir lyfið.
9. gr.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið getur þrátt fyrir ákvæði 7. gr. heimilað í sérstökum tilvikum að lyfjaauglýsing, sem beint er til almennings, megi aðeins innihalda nafn lyfsins ef markmiðið með auglýsingunni er einungis að vekja athygli á nafninu.
10. gr.
Ekki má auglýsa lyfseðilsskyld lyf fyrir almenningi eða lyf sem innihalda efni sem eru samkvæmt alþjóðasamþykktum um ávana- og fíkniefni.
11. gr.
Óheimilt er að afhenda almenningi lyfjasýnishorn.

III. Auglýsingar sem beint er til heilbrigðisstétta og dýralækna.
12. gr.
Auglýsa má og kynna lyfseðilsskyld lyf fyrir læknum, tannlæknum, lyfjafræðingum, lyfjatæknum og hjúkrunarfræðingum, svo og dýralæknum, og nemum í þessum greinum.
Auglýsingin skal vera með þeim hætti að ekki sé líklegt að hún komi almenningi fyrir sjónir.
13. gr.
Auglýsingin skal vera ítarleg og í samræmi við skráningarákvæði lyfsins, reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu svo og önnur fyrirmæli er að þessu lúta.
Í auglýsingunni skulu a.m.k. vera upplýsingar um eftirtalin atriði:
1. heiti lyfs,
2. lyfjaform,
3. styrkleika lyfs,
4. heiti allra virkra efna, sem komi fram á áberandi hátt í auglýsingunni,
5. heiti handhafa markaðsleyfis og ef vill framleiðanda,
6. samþykktar ábendingar,
7. frábendingar,
8. aukaverkanir, varúð og milliverkanir,
9. stærð skammta,
10. pakkningarstærð(ir),
11. afgreiðslutilhögun (afgreiðsluflokkun),
12. verð (samþykkt hámarksverð),
13. greiðsluþátttöku sjúkratrygginga.
14. gr.
Í öllum lyfjaauglýsingum og kynningarritum skal, auk þeirra atriða sem talin eru í 13. gr., koma fram hvenær upplýsingarnar voru teknar saman eða síðast endurskoðaðar.
Heimilt er í auglýsingu að vísa til vísindarannsókna, sem birst hafa í viðurkenndum tímaritum eða bókum, sem viðbótarupplýsinga um skráða eiginleika lyfs. Öllum slíkum tilvísunum skulu fylgja nákvæmar upplýsingar um heimildir og skulu þær vera aðgengilegar þeim sem auglýsingunni er beint til.
Tilvísanir og gögn úr tímaritum, sem ekki hafa faglegan umsagnaraðila, teljast ekki vísindalegar heimildir né heldur eigin rannsóknaskýrslur fyrirtækja sem framleiða eða hafa markaðsleyfi fyrir lyfið.
Tilvitnanir, töflur og annað myndefni úr læknatímaritum eða öðrum vísindaritum, sem notað er í auglýsingu, skal í hvívetna samræmast fyrirmyndinni og gefa skal nákvæmar upplýsingar um heimildir.
15. gr.
Allar upplýsingar í skjölum um lyf, sem send eru í auglýsingaskyni til lækna, tannlækna, lyfjafræðinga, lyfjatækna og hjúkrunarfræðinga, svo og dýralækna, og nema í þessum greinum, skulu vera nákvæmar og þær nýjustu sem völ er á. Það skal vera unnt að sannreyna upplýsingarnar og þær skulu vera nægilega ítarlegar til að móttakandi geti sjálfur myndað sér skoðun á lækningagildi viðkomandi lyfs.
16. gr.
Óheimilt er að bjóða læknum, tannlæknum, lyfjafræðingum, lyfjatæknum, hjúkrunarfræðingum, svo og dýralæknum, og nemum í þessum greinum gjafir, fé eða fríðindi nema um óveruleg verðmæti sé að ræða og tilboðið tengist læknis- eða lyfjafræðistörfum.
Risna á sölukynningum verður ávallt að vera innan eðlilegra marka og má ekki vera höfuðmarkmið kynningarinnar. Risnan má ekki ná til annarra en þeirra starfsstétta sem getið er í 1. mgr.
17. gr.
Þeir sem heimild hafa til að ávísa eða afhenda lyf mega ekki fara fram á eða taka á móti framlögum sem eru bönnuð skv. 1. mgr. 16. gr. eða sem stríða gegn 2. mgr. 16. gr.

IV. Afhending lyfjasýnishorna.
18. gr.
Aðeins er heimilt að afhenda persónulega lækni, tannlækni eða dýralækni ókeypis lyfjasýnishorn, enda sé um að ræða nýskráð lyf, sem verið er að kynna, og ekki telst ávana- eða fíknilyf. Aðeins má afhenda ofangreindum aðilum sýnishorn af lyfi sem viðkomandi hefur heimild til að ávísa.
Um afhendingu lyfjasýnishorna gilda ennfremur eftirfarandi reglur:
1. aðeins má afhenda lyfjasýnishorn gegn skriflegri, dagsettri og undirritaðri beiðni viðkomandi læknis, tannlæknis eða dýralæknis,
2. aðeins má afhenda eitt sýnishorn af nýskráðu lyfi á ári. Sé lyfið skráð í nokkrum lyfjaformum og/eða styrkleikum má afhenda eitt sýnishorn hvers lyfjaforms og styrkleika,
3. lyfjasýnishorn skal vera minnsta skráð pakkning lyfsins,
4. lyfjasýnishorn skal merkt: “Ókeypis lyfjasýnishorn – ekki til sölu.”,
5. með lyfjasýnishorni skal alltaf fylgja skjal með upplýsingum um skráningarskilyrði lyfsins (t.d. texti Sérlyfjaskrár),
6. ekki má afhenda lyfjasýnishorn fyrir óskráð lyf,
7. ekki má afhenda lyfjasýnishorn af lyfi sem inniheldur efni, sem samkvæmt alþjóðasamþykktum telst ávana- og fíkniefni.
19. gr.
Lyfjafyrirtæki skal halda skrár yfir afhendingu lyfjasýnishorna. Skrárnar skulu geymdar í a.m.k. tvö ár og afhentar Lyfjaeftirliti ríkisins til skoðunar sé þess óskað.

V. Lyfjakynnar.
20. gr.
Lyfjakynnar skulu fá viðeigandi þjálfun hjá handhafa markaðsleyfis, sem þeir starfa hjá, umboðsmanni hans eða fulltrúa og hafa nægilega faglega þekkingu til að geta veitt eins ítarlegar upplýsingar og unnt er um lyfið sem þeir kynna.
21. gr.
Í hverri heimsókn lyfjakynnis hjá aðilum, sem heimild hafa til að ávísa eða dreifa lyfjum, skal lyfjakynnir leggja fram skriflegar upplýsingar um skráningarskilyrði lyfsins sem kynnt er, þar sem fram koma upplýsingar um eiginleika lyfsins, leyfilegt hámarksverð og greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í verði lyfsins.

VI. Eftirlit og viðurlög.
22. gr.
Lyfjaeftirlit ríkisins hefur eftirlit með lyfjaauglýsingum, sbr. 18. gr. lyfjalaga nr. 93/1994.
Lyfjaeftirlit ríkisins getur bannað birtingu tiltekinnar auglýsingar sem brýtur í bága við ákvæði reglugerðar þessarar. Það getur og krafist þess að auglýsandi birti leiðréttingar eða viðbótarskýringar með sama hætti og áður var auglýst.
Lyfjaeftirlit ríkisins leitar álits Lyfjanefndar ríkisins í ofangreindum tilvikum.
Telji Lyfjaeftirlit ríkisins að öðru leyti leika vafa á réttmæti lyfjaauglýsingar, svo sem að hún gefi rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar, sendir Lyfjaeftirlitið hana til umfjöllunar hjá Samkeppnisstofnun, sbr. VI. kafli samkeppnislaga nr. 8/1993.
23. gr.
Handhafi markaðsleyfis, umboðsmaður hans eða fulltrúi, skal tilnefna einn aðila innan fyrirtækisins sem er ábyrgur fyrir öllu upplýsingaefni sem notað er til kynningar á lyfjum sem það hefur markaðsleyfi fyrir.
Viðkomandi skal sjá til þess að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt.
24. gr.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum skv. 43. gr. laga nr. 93/1994, sbr. 2. gr. laga nr. 55/1995.
Með mál vegna brota gegn ákvæðum reglugerðarinnar skal farið að hætti opinberra mála.

VII. Lagagrundvöllur – gildistaka.
25. gr.
Ákvæði reglugerðar þessarar eru í samræmi við tilskipun ráðs Evrópubandalagsins (92/28/EBE) um auglýsingu lyfja, sem ætluð eru mönnum, og tilskipun ráðs Evrópubandalagsins (89/552/EBE) um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um sjónvarpsrekstur.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 og öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2. júní 1995.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Einar Magnússon.

 

 

Reglur um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar

 

I. KAFLI
Gildissvið.
1. gr.
Reglur þessar taka til fyrirtækja og einstaklinga sem í atvinnuskyni selja vöru eða þjónustu til neytenda, á sölustað eða með húsgöngu- eða fjarsölu, þ.m.t. með rafrænum hætti.
Hafi Neytendastofa ekki sett sérreglur um sölu á tiltekinni vöru eða þjónustu eiga reglur þessar við. Reglur þessar gilda einnig til fyllingar sérreglum Neytendastofu.
Reglur þessar taka ekki til sölu á uppboði.
II. KAFLI
Söluverð og verðmerkingar.
2. gr.
Söluverð.
Á sölustað, þ.m.t. við fjarsölu, er skylt að verðmerkja vöru og þjónustu með endanlegu söluverði í íslenskum krónum. Endanlegt söluverð er verð með virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Ef annar kostnaður bætist við söluverðið þarf að taka það sérstaklega fram.
Ef fleiri en ein verðmerking er á vöru eða þjónustu, skal koma skýrt fram hvert er endanlegt söluverð. Seljandi skal selja vöru og þjónustu á því verði sem verðmerkt er einnig þótt um mistök sé að ræða. Þetta á hins vegar ekki við ef kaupanda má vera ljóst að um mistök sé að ræða.
3. gr.
Verðmerkingar.
Verðmerkja skal vöru þar sem hún er höfð til sýnis, þ.m.t. í búðargluggum, og þjónustu þar sem hún er boðin.
Verðmerking skal vera skýr, aðgengileg og greinileg svo augljóst sé til hvaða vöru eða þjónustu verðmerkingin vísar. Óheimilt er við hillumerkingu á vörum að setja aðra vöru við merki en þá sem verðmerkið vísar til.
Hillumerkingar sem uppfylla lágmarksskilyrði staðals ÍST 81:1997 teljast vera í samræmi við reglur þessar.
4. gr.
Verðmerking á vörum.
Gefa skal upp verð á hverri pakkningu eða sölueiningu. Verðið skal setja á vöruna sjálfa, á viðfestan miða eða á umbúðirnar. Einnig er heimilt að verðmerkja vöru með hillumerki, skilti eða verðlista enda uppfylli slíkar verðmerkingar skilyrði 3. gr. þessara reglna.
Auk söluverðs er skylt að gefa upp verð vöru á hverja viðurkennda mælieiningu skv. reglum sem gilda þar um.
Um verðmerkingar á útsölu eða þegar önnur tilboð eru boðin neytendum fer nánar samkvæmt reglum nr., 366/2008um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði.
5. gr.
Verðmerking á þjónustu.
Skýr verðskrá yfir alla framboðna þjónustu skal ávallt vera til staðar þar sem þjónustan er veitt. Skal verðskráin birt með áberandi hætti.
Í þeim tilvikum sem fjöldi þjónustumöguleika gerir seljanda ókleift að birta verðskrá skv. 1. mgr. er skylt að birta með áberandi hætti útdrátt úr verðskrá, þar sem fram kemur verð á helstu þjónustuliðum.
Uppgefið verð á þjónustu skal innifela efniskostnað, eftir því sem við getur átt.
Veitingahús skulu ávallt hafa matseðil með verðskrá við inngöngudyr. Í upplýsingum um drykkjarföng skal jafnframt tilgreina magn.
Kvikmyndahúsum ber að taka sérstaklega fram þegar kvikmynd er auglýst ef verð á aðgöngumiða þeirrar kvikmyndar er hærra en almennt verð aðgöngumiða kvikmyndahússins.
III. KAFLI
Aðrar verðupplýsingar.
6. gr.
Verðupplýsingar í auglýsingum.
Uppgefið verð í auglýsingum skal vera endanlegt verð til neytanda.
Þegar auglýst er útsala eða lækkað verð á vöru eða þjónustu skal koma fram hvert upprunalegt verð var.
Ef einhverjar upplýsingar eru gefnar í auglýsingum um greiðslukjör eða afborganir skal gefa upp staðgreiðsluverð og þá heildarupphæð sem greiða skal, þ.e. samtölu höfuðstóls, vaxta og kostnaðar miðað við þann lánstíma sem auglýstur er.
7. gr.
Verðupplýsingar vegna neytendalána.
Í tilboðum eða auglýsingum lánveitanda um neytendalán skal tilgreina árlega hlutfallstölu kostnaðar svo og höfuðstól, vexti, lántökukostnað og áætlaða heildarfjárhæð til greiðslu. Ef lánveitandi er jafnframt seljandi vöru eða þjónustu skal við sama tækifæri einnig gefa upp staðgreiðsluverð sbr. 13. gr. laga nr. 121/1994 um neytendalán.
IV. KAFLI
Eftirlit, málsmeðferð, viðurlög og gildistaka.
8. gr.
Verðmerkingareftirlit Neytendastofu.
Neytendastofa fer með eftirlit með reglum þessum og skipuleggur skoðanir á vettvangi í því skyni að greina frávik frá reglum þessum.
9. gr.
Verðmerkingareftirlit seljenda vöru og þjónustu.
Fyrirtæki og einstaklingar sem selja vöru og þjónustu bera ábyrgð á að framkvæmd verðmerkinga uppfylli ávallt kröfur reglna þessara og að þær séu að öðru leyti í samræmi við ákvæði laga og reglna settra samkvæmt þeim.
Seljendum er skylt að tilgreina ábyrgðaraðila verðmerkinga sem er tengiliður verslunar við Neytendastofu geri Neytendastofa kröfu þar um. Ábyrgðaraðilinn sér um að framkvæmd verðmerkinga á sölustað og framsetning verðmerkinga, þ.m.t. með rafrænum hætti, uppfylli skilyrði reglna þessara og að samræmi sé á milli verðs á hillu og í afgreiðslukassa.
10. gr.
Málsmeðferð.
Um málsmeðferð fer samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga og ákvæðum IX. kafla laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, eftir því sem við getur átt.
Ákvarðanir Neytendastofu um að leggja á stjórnvaldssektir eða dagsektir eru aðfararhæfar, svo og sakarkostnaður. Málskot til áfrýjunarnefndar neytendamála frestar aðför.
11. gr.
Viðurlög.
Neytendastofa tekur ákvörðun um beitingu viðurlaga við brotum á reglum þessum í formi stjórnvaldssekta eða dagsekta þegar það á við.
Sektir geta numið allt að 10 milljónum króna, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 57/2005.
Sektarfjárhæðir skulu að öðru leyti taka mið af alvarleika brotsins svo og hvort seljandi hafi ítrekað brotið gegn reglum þessum, lögum nr. 57/2005 og öðrum reglum settum samkvæmt þeim.
Um viðurlög, ábyrgð á greiðslu sektar o.fl. fer nánar samkvæmt IX. kafla laga nr. 57/2005.
12. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar eru settar með heimild í 17. og 18. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 121/1994 um neytendalán og laga nr. 46/2000, um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Reglur þessar öðlast þegar gildi. Jafnframt eru felldar úr gildi reglur nr. 577/1994, reglur nr. 580/1994, reglur nr. 21/1995, reglur nr. 512/1996 og reglur nr. 580/1998.
B-deild – Útgáfud.: 21. júlí 2008
Sjá reglur um verðupplýsingar í auglýsingum í 3. Kafla, 6. gr

Samkeppnislög

Lög nr. 44 19. maí 2005.

I. KAFLI

Markmið og gildissvið.

1. gr.
Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að:

a.
vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri,
b.
vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum,
c.
auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.

2. gr.
Lögin taka til hvers konar atvinnustarfsemi, svo sem framleiðslu, verslunar og þjónustu, án tillits til þess hvort hún er rekin af einstaklingum, félögum, opinberum aðilum eða öðrum.
Lögin taka ekki til launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum.

3. gr.
Lög þessi taka til samninga, skilmála og athafna sem hafa eða ætlað er að hafa áhrif hér á landi.
Lögin taka ekki til samninga, skilmála og athafna sem aðeins er ætlað að hafa áhrif utan Íslands, sbr. þó ákvæði VII. kafla og reglur um viðskipti á sameiginlegum markaði Evrópska efnahagssvæðisins.
Samkeppniseftirlitið skal aðstoða við framkvæmd samkeppnisreglna annarra ríkja og alþjóðastofnana í samræmi við gagnkvæmar skuldbindingar í milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.

II. KAFLI

Orðskýringar.

4. gr.
Merking orða í lögum þessum er sem hér segir:

1.
Atvinnurekstur er hvers konar atvinnustarfsemi, óháð formi eignarhalds og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem verslað eða sýslað er með gegn endurgjaldi.
2.
Fyrirtæki er einstaklingur, félag, opinberir aðilar og aðrir sem stunda atvinnurekstur.
3.
Fyrirtækjasamstæða er samband fyrirtækja með þannig eignauppbyggingu að eitt fyrirtæki á svo stóran hlut í öðru fyrirtæki eða fleiri fyrirtækjum að það fer með meiri hluta atkvæða. Það fyrirtæki skoðast því sem móðurfyrirtæki en hitt eða hin fyrirtækin sem dótturfyrirtæki. Til fyrirtækjasamstæðu telst einnig fyrirtæki þar sem móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki eða eitt eða fleiri dótturfyrirtæki eiga saman svo mörg hlutabréf eða hluti að þau fara með meiri hluta atkvæða í þeim.
4.
Markaðsráðandi staða er þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda.
5.
Markaður er sölusvæði vöru og staðgengdarvöru og/eða sölusvæði þjónustu og staðgengdarþjónustu. Staðgengdarvara og staðgengdarþjónusta er vara eða þjónusta sem að fullu eða verulegu leyti getur komið í stað annarrar.
6.
Neytandi er einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu gegn endurgjaldi, enda séu kaupin ekki gerð í atvinnuskyni.
7.
Samruni samkvæmt lögum þessum telst hafa átt sér stað þegar:
a.
tvö eða fleiri fyrirtæki, sem áður störfuðu sjálfstætt, sameinast,
b.
fyrirtæki tekur yfir annað fyrirtæki,
c.
eigendur með yfirráð í einu eða fleiri fyrirtækjum ná beinum eða óbeinum yfirráðum í einu eða fleiri fyrirtækjum til viðbótar eða
d.
fyrirtæki stofna fyrirtæki um sameiginlegt verkefni sem varir til frambúðar sem sjálfstæð efnahagseining og veldur því ekki að aðilar sem hlut eiga að máli samræmi samkeppni sín á milli eða milli sín og hins sameiginlega verkefnis.

8.
Sölustig framleiðslu ber að líta á sem eitt sölustig, heildsölu annað sölustig, smásölu hið þriðja o.s.frv.
9.
Vara er samkvæmt lögum þessum fasteignir og lausafé, þ.m.t. skip, loftför, lofttegundir, rafmagn og aðrir orkugjafar.
10.
Verð er andvirði vöru og þjónustu, þ.e. hvers konar endurgreiðsla án tillits til þess hvort notað er annað heiti, svo sem endurgjald, laun, þóknun, frakt, flutningsgjald, taxti, leiga eða því um líkt.
11.
Yfirráð samkvæmt lögum þessum eru yfirráð sem gera aðila kleift að hafa afgerandi áhrif á rekstur og stjórnun fyrirtækis, annaðhvort sér í lagi eða sameiginlega með öðrum, hvort sem þau áhrif eru til komin vegna þess að hann getur:
a.
haft áhrif á skipun stjórnar, atkvæðagreiðslu eða ákvarðanir fyrirtækisins eða
b.
notað eða ráðstafað eignum eða hluta eigna fyrirtækis.
12.
Þjónusta er hvers konar fyrirgreiðsla, vinna eða þjónusta gegn endurgjaldi, nema launuð vinna í þjónustu annarra.
Rísi ágreiningur um hvað falla skuli undir hugtök þessi sker Samkeppniseftirlitið úr þeim ágreiningi.
III. KAFLI

Stjórnsýsla.
5. gr.
Viðskiptaráðherra fer með framkvæmd laga þessara en í umboði hans annast sérstök stofnun, Samkeppniseftirlitið, eftirlit samkvæmt lögum þessum og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til.
Með yfirstjórn Samkeppniseftirlitsins fer þriggja manna stjórn sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Þrír varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann stjórnar og ákveður þóknun stjórnarmanna.
Hlutverk stjórnar er að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri Samkeppniseftirlitsins. Meiri háttar efnislegar ákvarðanir skal bera undir stjórn til samþykktar eða synjunar. Stjórnin skal setja sér starfsreglur þar sem m.a. skal kveðið á um hvað teljist til meiri háttar ákvarðana. Reglurnar skulu birtar í B-deild Stjórnartíðinda.

6. gr.
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins skal ráðinn af stjórn stofnunarinnar. Forstjóri annast daglega stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Stjórn stofnunarinnar ákveður starfskjör forstjóra og setur honum starfslýsingu.
Forstjóri ræður starfsmenn stofnunarinnar.

7. gr.
Stjórnarmenn skulu hafa sérþekkingu á samkeppnis- og viðskiptamálum og menntun sem nýtist á þessu sviði.
Forstjóri skal hafa menntun á háskólastigi og búa yfir víðtækri þekkingu og reynslu á sviði samkeppnismála.
Stjórnarmenn og forstjóri skulu vera lögráða og mega aldrei hafa verið sviptir forræði á búi sínu. Þeir skulu hafa óflekkað mannorð og mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga eða gjaldþrot eða samkeppnislögum.
Stjórnarmenn og forstjóri skulu hvorki taka þátt í meðferð mála þar sem þeir eiga verulegra hagsmuna að gæta né mála er varða aðila sem eru þeim tengdir persónulega eða fjárhagslega.

8. gr.
Hlutverk Samkeppniseftirlitsins er sem hér segir:

a.
að framfylgja boðum og bönnum laga þessara og leyfa undanþágur samkvæmt þeim,
b.
að ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja,
c.
að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaði,
d.
að fylgjast með þróun á samkeppnis- og viðskiptaháttum á einstökum mörkuðum í íslensku viðskiptalífi og kanna stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja; skal þetta gert m.a. í því skyni að meta hvort í íslensku viðskiptalífi sé að finna einkenni hringamyndunar, óæskilegra tengsla eða valdasamþjöppunar sem takmarkað geta samkeppni; stofnunin skal birta skýrslur um athuganir sínar og grípa til aðgerða til að stuðla að virkri samkeppni þar sem það er nauðsynlegt.
Samkeppniseftirlitið setur sér reglur um málsmeðferð.
Samkeppniseftirlitið tekur ákvörðun um það hvort erindi sem berst stofnuninni gefi nægar ástæður til rannsóknar. Við afgreiðslu mála samkvæmt lögum þessum er Samkeppniseftirlitinu heimilt að raða málum í forgangsröð.

9. gr.
Ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins sæta kæru til sérstakrar nefndar, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Skrifleg kæra skal berast innan fjögurra vikna frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðunina. Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála skal liggja fyrir innan sex vikna frá málskoti.
Í áfrýjunarnefnd samkeppnismála sitja þrír menn og jafnmargir til vara, skipaðir af ráðherra eftir tilnefningu Hæstaréttar. Formaður og varamaður hans, sem jafnframt er varaformaður, skulu uppfylla hæfisskilyrði hæstaréttardómara, en aðrir nefndarmenn skulu hafa faglega kunnáttu á sviði samkeppnis- og viðskiptamála.
Skipunartími áfrýjunarnefndar er hinn sami og skipunartími stjórnar Samkeppniseftirlitsins.

IV. KAFLI

Bann við samkeppnishömlum.

10. gr.
Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar.
Bann þetta tekur m.a. til samninga, samþykkta og samstilltra aðgerða sem:

a.
áhrif hafa á verð, afslætti, álagningu eða önnur viðskiptakjör með beinum eða óbeinum hætti,
b.
takmarka eða stýra framleiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjárfestingu,
c.
skipta mörkuðum eða birgðalindum,
d.
mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veikja þannig samkeppnisstöðu þeirra,
e.
setja sem skilyrði fyrir samningagerð að hinir viðsemjendurnir taki á sig viðbótarskuldbindingar sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né samkvæmt viðskiptavenju.

11. gr.
Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð.
Misnotkun skv. 1. mgr. getur m.a. falist í því að:
a.
beint eða óbeint sé krafist ósanngjarns kaup- eða söluverðs eða aðrir ósanngjarnir viðskiptaskilmálar settir,
b.
settar séu takmarkanir á framleiðslu, markaði eða tækniþróun, neytendum til tjóns,
c.
viðskiptaaðilum sé mismunað með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og samkeppnisstaða þeirra þannig veikt,
d.
sett sé það skilyrði fyrir samningagerð að hinir viðsemjendurnir taki á sig viðbótarskuldbindingar sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né samkvæmt viðskiptavenju.

12. gr.
Samtökum fyrirtækja er óheimilt að ákveða samkeppnishömlur eða hvetja til hindrana sem bannaðar eru samkvæmt lögum þessum eða brjóta í bága við ákvarðanir skv. 16.–18. gr.
Bann þetta nær einnig til stjórnarmanna samtaka, starfsmanna þeirra og manna sem valdir eru til trúnaðarstarfa í þágu samtakanna.

13. gr.
Samningar milli fyrirtækja falla ekki undir bann skv. 10. gr. ef samanlögð markaðshlutdeild allra samstarfsfyrirtækja fer ekki á neinum markaði sem skiptir máli yfir:
a.
5% viðmiðunarmörk, ef samningurinn er milli fyrirtækja sem starfa á sama framleiðslu- eða sölustigi (láréttur samningur),
b.
10% viðmiðunarmörk, ef samningurinn er á milli fyrirtækja sem starfa á mismunandi framleiðslu- eða sölustigi (lóðréttur samningur).
Ef um sambland af láréttum og lóðréttum samningum er að ræða eða ef erfitt er að flokka samning annaðhvort sem láréttan eða lóðréttan gilda 5% viðmiðunarmörkin.
Samningar skv. 1. mgr. falla ekki undir bann skv. 10. gr. þrátt fyrir að markaðshlutdeild fari upp fyrir viðmiðunarmörk skv. 1. mgr. ef hlutdeildin fer ekki upp fyrir 5,5% í láréttum samningum eða 11% í lóðréttum samningum tvö fjárhagsár í röð.
Samstarfsfyrirtæki skv. 1. mgr. eru fyrirtæki sem eiga aðild að samningnum, fyrirtæki sem aðilar samningsins hafa bein eða óbein yfirráð yfir eða fyrirtæki sem hafa bein eða óbein yfirráð yfir aðilum samningsins.
Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um samstilltar aðgerðir skv. 10. gr. og ákvarðanir samtaka fyrirtækja skv. 12. gr.
Ákvæði þessarar greinar gilda ekki ef samkeppni á viðkomandi markaði er takmörkuð af uppsöfnuðum áhrifum sambærilegra samninga á markaðnum.

14. gr.
Þegar um er að ræða opinbert fyrirtæki eða fyrirtæki sem starfar að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar er Samkeppniseftirlitinu heimilt að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað, annars vegar á milli þess hluta rekstrar fyrirtækisins sem nýtur einkaleyfis eða verndar og hins vegar þess hluta rekstrar sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. Skal þess gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af starfsemi sem nýtur einkaleyfis eða verndar.

15. gr.
Samkeppniseftirlitið getur veitt undanþágu frá ákvæðum 10. og 12. gr. Skilyrði slíkrar undanþágu eru að samningar, samþykktir, samstilltar aðgerðir eða ákvarðanir skv. 10. og 12. gr.:

a.
stuðli að bættri framleiðslu eða dreifingu á vöru eða þjónustu eða efli tæknilegar og efnahagslegar framfarir,
b.
veiti neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af þeim hlýst,
c.
leggi ekki höft á hlutaðeigandi fyrirtæki sem óþörf eru til að settum markmiðum verði náð og
d.
veiti fyrirtækjunum ekki færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða.
Hægt er að setja skilyrði fyrir undanþágu. Samkeppniseftirlitið getur krafist þess að umsóknir um undanþágu skv. 1. mgr. verði settar fram á sérstöku eyðublaði.
Samkeppniseftirlitið getur dregið undanþágu til baka eða breytt skilyrðum hennar ef:
a.
forsendur sem lágu til grundvallar undanþágunni hafa breyst,
b.
undanþágan hefur verið veitt á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga eða
c.
fyrirtæki brýtur þau skilyrði sem sett voru fyrir undanþágunni.
Samkeppniseftirlitið setur reglur þar sem tilteknum tegundum samninga sem uppfylla skilyrði 1. mgr. er veitt undanþága frá ákvæðum 10. og 12. gr. (hópundanþága).

V. KAFLI

Eftirlit með samkeppnishömlum.

16. gr.
Samkeppniseftirlitið getur gripið til aðgerða gegn:

a.
samningum, skilmálum og hvers konar athöfnum sem brjóta í bága við 10., 11. og 12. gr.,
b.
athöfnum opinberra aðila að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni að því tilskildu að sérlög hafi ekki að geyma sérstakar reglur um heimild eða skyldu til slíkra athafna.
Aðgerðir Samkeppniseftirlitsins geta falið í sér hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að stöðva brot gegn ákvæðum laganna eða bregðast við athöfnum opinberra aðila sem kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Samkeppniseftirlitið getur beitt úrræðum bæði til breytingar á atferli og skipulagi, í hlutfalli við það brot sem framið hefur verið og nauðsynlegt telst til að stöðva það í reynd. Þó er einungis heimilt að beita úrræðum til breytingar á skipulagi ef sýnt þykir að ekki sé fyrir hendi árangursríkt úrræði til breytingar á atferli eða þar sem jafnárangursríkt úrræði til breytingar á atferli væri meira íþyngjandi fyrir hlutaðeigandi aðila en úrræði til breytingar á skipulagi.
Samkeppniseftirlitinu er heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða um einstök mál ef:
a.
sennilegt þykir að sú háttsemi eða þær aðstæður sem til athugunar eru fari gegn ákvæðum samkeppnislaga eða ákvörðunum teknum á grundvelli þeirra eða ef athafnir opinberra aðila hafa skaðleg áhrif á samkeppni og
b.
líklegt er að bið eftir endanlegri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins leiði til röskunar á samkeppni sem verði afstýrt með endanlegri ákvörðun eða málið að öðru leyti þolir ekki bið.
Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.

17. gr.
Telji Samkeppniseftirlitið að samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða, eins eða fleiri fyrirtækja, verði til eða slík staða styrkist getur stofnunin ógilt samruna sem þegar hefur átt sér stað. Samkeppniseftirlitið getur einnig sett slíkum samruna skilyrði sem verður að uppfylla innan tilskilins tíma. Við mat á lögmæti samruna skal Samkeppniseftirlitið taka tillit til þess að hvaða marki alþjóðleg samkeppni hefur áhrif á samkeppnisstöðu hins sameinaða fyrirtækis. Enn fremur skal við mat á lögmæti samruna taka tillit til þess hvort markaður er opinn eða aðgangur að honum er hindraður.
Ákvæði 1. mgr. tekur einungis til samruna þar sem sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er 1 milljarður kr. eða meira. Telja skal með veltu móður- og dótturfélaga, fyrirtækja innan sömu fyrirtækjasamstæðu og fyrirtækja sem aðilar samrunans hafa bein eða óbein yfirráð yfir. Þá skulu a.m.k. tvö af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samrunanum hafa a.m.k. 50 millj. kr. ársveltu hvert um sig til að 1. mgr. taki til hans.
Tilkynna skal Samkeppniseftirlitinu um samruna sem fellur undir 1. mgr. eigi síðar en einni viku eftir að samningi um hann er lokið eða tilkynnt er opinberlega um yfirtökuboð eða að tiltekinn aðili hafi náð yfirráðum í fyrirtæki. Frestur hefst þegar eitt af þessu hefur gerst. Í tilkynningunni skal veita upplýsingar um samrunann og um þau fyrirtæki sem honum tengjast. Samkeppniseftirlitið setur reglur þar sem nánar eru tilgreindar þær upplýsingar sem fram verða að koma í tilkynningu, þar á meðal um markaði sem samruninn hefur áhrif á og um önnur nauðsynleg atriði við athugun á samkeppnislegum áhrifum hans.
Samkeppniseftirlitið skal tilkynna viðkomandi fyrirtækjum innan þrjátíu daga ef það telur ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Frestur þessi byrjar að líða þegar Samkeppniseftirlitinu berst tilkynning sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. og reglna sem settar eru samkvæmt ákvæðinu. Berist tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu skv. 1. málsl. ekki innan tilskilins frests getur Samkeppniseftirlitið ekki ógilt samrunann. Ákvörðun um ógildingu skal taka eigi síðar en þremur mánuðum eftir að tilkynning skv. 1. málsl. hefur verið send viðkomandi fyrirtækjum.
Til þess að tryggja að hugsanleg ákvörðun skv. 1. mgr. nái að fullu fram að ganga getur Samkeppniseftirlitið gripið til íhlutunar í samruna til bráðabirgða. Íhlutun getur falist í banni til bráðabirgða gegn því að láta samruna koma til framkvæmda þar til endanleg niðurstaða samkeppnisyfirvalda á athugun á samrunanum liggur fyrir eða öðrum ráðstöfunum sem hafa sömu áhrif.
Ákveði Samkeppniseftirlitið að ógilda samruna getur stofnunin, samhliða ákvörðun á grundvelli 1. mgr. eða með sérstakri ákvörðun, mælt fyrir um að fyrirtæki eða eignir sem sameinaðar hafa verið verði aðskildar eða sameiginlegri stjórn hætt eða að gripið verði til annarra viðeigandi aðgerða til að skapa að nýju skilyrði fyrir virkri samkeppni.

18. gr.
Ef Samkeppniseftirlitið telur að ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla stríði gegn markmiði laga þessara og torveldi frjálsa samkeppni í viðskiptum skal vekja athygli ráðherra á því áliti. Slíkt álit skal einnig birta almenningi á fullnægjandi hátt, t.d. með fréttatilkynningu til fjölmiðla eftir að það hefur verið kynnt ráðherra.

VI. KAFLI

Upplýsingaskylda.

19. gr.
Samkeppniseftirlitið getur krafið einstök fyrirtæki, fyrirtækjahópa og samtök fyrirtækja, sem lög þessi taka til, um allar upplýsingar sem nauðsynlegar þykja við athugun einstakra mála. Upplýsinga er hægt að krefjast munnlega eða skriflega og skulu þær gefnar innan hæfilegs frests sem stofnunin setur.
Samkeppniseftirlitið getur með sömu skilyrðum og í 1. mgr. krafist þess að fá gögn afhent til athugunar. Skulu þau afhent innan hæfilegs frests sem stofnunin setur.
Samkeppniseftirlitið getur í starfi sínu krafist upplýsinga og gagna frá öðrum stjórnvöldum, þar á meðal frá skattyfirvöldum og tollyfirvöldum, óháð þagnarskyldu þeirra.
Samkeppniseftirlitið getur einnig lagt skyldu á þá aðila sem um getur í 1. mgr. að upplýsa stofnunina reglulega um atriði sem máli skipta við framkvæmd laga þessara. Samkeppniseftirlitið getur gefið slík fyrirmæli með opinberri tilkynningu.

20. gr.
Samkeppniseftirlitið getur við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstað fyrirtækis og samtaka fyrirtækja og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögum þessum eða ákvörðunum samkeppnisyfirvalda.
Við framkvæmd aðgerða skal fylgja ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um leit og hald á munum.

VII. KAFLI

Framkvæmd samkeppnisreglna o.fl. samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

21. gr.
Samkeppniseftirlitið, áfrýjunarnefnd samkeppnismála og íslenskir dómstólar skulu beita 53. og 54. gr. EES-samningsins, sbr. lög nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið, eftir því sem kveðið er á um í lögum, m.a. 25.–28. gr. í lögum þessum. Við beitingu Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins á samkeppnisreglum EES-samningsins skal m.a. farið að ákvæðum þessa kafla.
Skylt er þeim sem um er beðinn að veita Eftirlitsstofnun EFTA og dómstóli EFTA þær upplýsingar sem þessum stofnunum er nauðsynlegt að afla sér til að unnt sé að framkvæma samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og samning EFTA-ríkja um eftirlitsstofnun og dómstól að því er varðar samkeppnismál. Sama gildir um framkvæmd fyrirmæla sem gefin eru með heimild í 32. gr.
Samkeppniseftirlitið getur krafist sömu upplýsinga og um getur í 2. mgr. og getur það sett skilafrest í því sambandi.

22. gr.
Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að framkvæma vettvangsskoðun hér á landi enda sé fylgt þeim reglum sem settar eru í bókun 3 og bókun 4 með samningnum um eftirlitsstofnun og dómstól EFTA um störf og valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði ríkisaðstoðar og samkeppni.
Fulltrúum Eftirlitsstofnunar EFTA og fulltrúum framkvæmdastjórnar EB, sem fjalla um samkeppnismál, er heimilt að vera viðstaddir og taka þátt í vettvangsrannsóknum sem Samkeppniseftirlitið framkvæmir innan þeirra marka sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið og fylgisamningar hans setja. Sama gildir um rétt fulltrúa Samkeppniseftirlitsins og framkvæmdastjórnar EB þegar Eftirlitsstofnun EFTA framkvæmir vettvangsrannsóknir hér á landi.
Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins þess efnis að vettvangsrannsókn skuli fara fram má fullnægja með aðfarargerð.

23. gr.
Lögmælt þagnarskylda íslenskra yfirvalda skal ekki vera því til fyrirstöðu að þau gefi Eftirlitsstofnun EFTA eða fulltrúum framkvæmdastjórnar EB, sem fjalla um samkeppnismál, allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru við framkvæmd samkeppnisreglna samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

24. gr.
Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstólnum er heimilt að leggja sektir á fyrirtæki, samtök fyrirtækja eða einstaklinga fyrir brot af ásetningi eða gáleysi á 53., 54. eða 57. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, svo og á ákvæðum bókunar 4 með samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls eða á reglum sem settar eru með heimild í 32. gr. þessara laga.
Sama gildir um framkvæmdastjórn EB og dómstól EB í þeim tilvikum sem þessir aðilar fara með lögsögu máls samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Sömu aðilar geta einnig lagt á févíti til að tryggja að farið verði eftir ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli samkeppnisreglnanna, sbr. ákvæði 1. mgr.
Ákvarðanir um sektir og févíti samkvæmt framanskráðu eru aðfararhæfar.

25. gr.
Samkeppniseftirlitið og áfrýjunarnefnd samkeppnismála skulu, með þeim takmörkunum sem leiðir af EES-samningnum, tryggja að ákvæði 53. og 54. gr. EES-samningsins séu virt. Gilda þá einnig ákvæði laga þessara eftir því sem við á.
Þegar Samkeppniseftirlitið og áfrýjunarnefnd samkeppnismála taka ákvörðun um samninga, ákvarðanir eða aðgerðir skv. 53. og 54. gr. EES-samningsins, sem þegar hefur verið fjallað um í ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA í sama máli, er þeim ekki heimilt að taka ákvörðun sem gengur gegn þeirri ákvörðun sem Eftirlitsstofnunin hefur samþykkt.
Samkeppniseftirlitið getur tekið ákvörðun um að hópundanþága á grundvelli 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins eigi ekki við gagnvart tilteknu fyrirtæki með þeim skilyrðum sem fram koma í EES-samningnum, samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls og reglugerðum skv. 32. gr. laga þessara.
Telji Samkeppniseftirlitið að Eftirlitsstofnun EFTA skuli fjalla um mál skal það framsent Eftirlitsstofnuninni.

26. gr.
Ef Samkeppniseftirlitið, áfrýjunarnefnd samkeppnismála eða dómstólar beita ákvæðum laga þessara vegna samninga fyrirtækja, ákvarðana samtaka fyrirtækja eða samstilltra aðgerða í skilningi 1. mgr. 53. gr. EES-samningsins, sem gætu haft áhrif á viðskipti milli aðila að EES-samningnum, skulu þau einnig beita 53. gr. EES-samningsins að því er varðar slíka samninga, ákvarðanir eða samstilltar aðgerðir.
Ef Samkeppniseftirlitið, áfrýjunarnefnd samkeppnismála eða dómstólar beita ákvæðum laga þessara vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sem bönnuð er skv. 54. gr. EES- samningsins skulu þau einnig beita 54. gr. EES-samningsins.
Samkeppniseftirlitið og áfrýjunarnefnd samkeppnismála skulu ekki banna samninga, ákvarðanir samtaka fyrirtækja og samstilltar aðgerðir sem gætu haft áhrif á viðskipti milli aðila að EES-samningnum, en hamla ekki samkeppni í skilningi 1. mgr. 53. gr. EES- samningsins, uppfylla skilyrði 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins eða falla undir hópundanþágu um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins. Ákvæði þessarar málsgreinar koma ekki í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið og áfrýjunarnefnd samkeppnismála geti beitt strangari löggjöf þar sem einhliða ákvarðanir fyrirtækja eru bannaðar eða heimilað er að leggja sektir á fyrirtæki fyrir slíkar ákvarðanir.
Með fyrirvara um almennar meginreglur og önnur ákvæði EES-samningsins gildir grein þessi hvorki þegar Samkeppniseftirlitið, áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólar beita 17. gr. laga þessara né heldur kemur það í veg fyrir beitingu ákvæða þar sem í meginatriðum eru ríkjandi önnur markmið en þau sem er að finna í 53. og 54. gr. EES-samningsins.

27. gr.
Þegar dómstóll fjallar um samninga, ákvarðanir eða aðgerðir skv. 53. og 54. gr. EES- samningsins í máli sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar tekið ákvörðun í má úrlausn hans ekki brjóta í bága við þá ákvörðun. Enn fremur skal hann forðast að leysa úr máli á annan veg en þann sem Eftirlitsstofnun EFTA kann að gera í máli sem hún hefur til meðferðar. Dómstóllinn getur í þessu skyni frestað meðferð málsins.
Ákvæði 1. mgr. hefur ekki áhrif á heimild dómstóls til að leita eftir ráðgefandi áliti EFTA- dómstólsins skv. 34. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.

28. gr.
Samkeppniseftirlitið getur að eigin frumkvæði komið að skriflegum athugasemdum í dómsmáli vegna beitingar 53. og 54. gr. EES-samningsins. Með samþykki dómstólsins getur Samkeppniseftirlitið þá einnig komið að munnlegum athugasemdum.
Þegar samræmd beiting 53. og 54. gr. EES-samningsins krefst þess getur Eftirlitsstofnun EFTA einnig að eigin frumkvæði komið að skriflegum athugasemdum. Með leyfi dómstólsins getur Eftirlitsstofnunin þá jafnframt komið að munnlegum athugasemdum.
Samkeppniseftirlitinu og Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt, þó aðeins til undirbúnings athugasemdum sínum, að óska eftir að viðeigandi dómstóll sendi þeim eða tryggi sendingu skjala sem teljast nauðsynleg til að meta málið.

29. gr.
Ákvæðum 17. gr. laga þessara verður beitt með þeim takmörkunum sem leiðir af ákvæðum EES-samningsins um eftirlit með samfylkingum fyrirtækja, sbr. 57. gr. meginmáls samningsins, bókun 21 og 24 með honum og viðauka XIV við hann, svo og XIII. og XIV. kafla III. hluta bókunar 4 með samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.

30. gr.
Hafi ríkisaðstoð, sem 61. gr. EES-samningsins tekur til, verið tilkynnt Eftirlitsstofnun EFTA geta íslensk stjórnvöld ekki úrskurðað um það hvort aðstoðin sé í samræmi við leyfilegan opinberan fjárhagsstuðning fyrr en Eftirlitsstofnunin hefur tilkynnt um álit sitt á málinu. Sama gildir um fjárhagsaðstoð úr sveitarsjóði sem fallið getur undir 61. gr. samningsins.

31. gr.
Sveitarfélag, sem hyggst veita fyrirtæki aðstoð af því tagi sem um getur í 61. gr. EES- samningsins, skal tilkynna Samkeppniseftirlitinu um hina fyrirhuguðu aðstoð.
Telji Eftirlitsstofnun EFTA að aðstoð, sem sveitarstjórn hefur tekið ákvörðun um að veita, brjóti gegn 61. gr. EES-samningsins skal Samkeppniseftirlitið tilkynna það sveitarstjórn. Samkeppniseftirlitið getur fylgt eftir framkvæmd slíks úrskurðar með álagningu févítis, sbr. 3. mgr. 24. gr.
Verði að afturkalla ákvörðun um ríkisaðstoð eða annan fjárhagsstuðning úr opinberum sjóðum vegna ákvæða samningsins um Evrópska efnahagssvæðið skulu stjórnvöld, að undangenginni ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um endurgreiðslu, gera ráðstafanir til þess að endurheimta aðstoðina frá þiggjanda hennar. Þiggjanda aðstoðar ber að greiða vexti, sem Eftirlitsstofnun EFTA ákveður, af fjárhæð þeirri sem hann er endurkrafinn um. Vextir skulu reiknaðir frá þeim degi er þiggjanda var fengin aðstoðin til umráða og fram til þess dags að hún er endurgreidd. Afturköllun samkvæmt málsgrein þessari skapar sveitarfélagi eða ríkissjóði ekki skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem ákvörðun beinist að eða telja sig að öðru leyti bíða tjón af afturkölluninni.

32. gr.
Ráðherra er heimilt að fenginni umsögn Samkeppniseftirlitsins að setja reglugerð um nánari framkvæmd samkeppnisreglna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól EFTA. Fjármálaráðherra er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd reglna EES-samningsins um ríkisaðstoð til aðila hér á landi.

VIII. KAFLI

Almenn ákvæði.

33. gr.
Samningar, sem brjóta í bága við bannákvæði laga þessara, eru ógildir.
Samningsákvæði, sem teljast hafa efnislegt og efnanlegt sjálfstæði frá þeim ákvæðum sem brutu í bága við bannákvæði laga þessara, teljast þó gild. Ágreiningi varðandi þetta atriði má skjóta til Samkeppniseftirlitsins innan mánaðar frá því að samningur var ógiltur skv. 1. mgr.

34. gr.
Þeim sem starfa af hálfu stjórnvalda að framkvæmd laga þessara er óheimilt að skýra frá þeim atriðum sem þeir verða áskynja um í starfi sínu og leynt eiga að fara. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.

35. gr.
Samkeppniseftirlitinu er heimilt að afhenda samkeppnisyfirvöldum annarra ríkja upplýsingar og gögn sem nauðsynleg þykja við framkvæmd á íslenskum eða erlendum samkeppnislögum í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt milliríkjasamningum.
Við afhendingu upplýsinga og gagna til yfirvalda sem nefnd eru í 1. mgr. skal Samkeppniseftirlitið setja sem skilyrði að:
a.
farið verði með upplýsingarnar og gögnin sem trúnaðarmál hjá þeim sem við þeim tekur,
b.
upplýsingarnar og gögnin megi aðeins nota í því skyni sem kveðið er á um í viðkomandi milliríkjasamningi og
c.
upplýsingarnar og gögnin megi aðeins afhenda öðrum með samþykki Samkeppniseftirlitsins og í þeim tilgangi sem samþykkið kveður á um.
Viðskiptaráðherra getur sett nánari reglur um afhendingu Samkeppniseftirlitsins á gögnum og upplýsingum til yfirvalda og stofnana skv. 1. mgr.

36. gr.
Við framkvæmd þessara laga getur Samkeppniseftirlitið birt opinberlega upplýsingar um samninga, skilmála og athafnir sem hafa eða er ætlað að hafa þau áhrif að hamla samkeppni.
Tillit skal þó tekið til réttmætra hagsmuna fyrirtækja til að halda leyndum viðskiptalegum og tæknilegum upplýsingum.

IX. KAFLI

Viðurlög.

37. gr.
Samkeppniseftirlitið leggur stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brjóta gegn 53. og 54. gr. EES-samningsins eða bannákvæðum laga þessara eða ákvörðunum sem teknar hafa verið samkvæmt þeim, sbr. IV. og V. kafla laga þessara, nema brotið teljist óverulegt eða af öðrum ástæðum sé ekki talin þörf á slíkum sektum til að stuðla að og efla virka samkeppni. Við ákvörðun sekta skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi samkeppnishamlna og hvað þær hafa staðið lengi. Sektirnar renna til ríkissjóðs.
Sektir geta numið frá 50 þús. kr. til 40 millj. kr. eða meira, en sektin skal þó ekki vera hærri en sem nemur 10% af veltu síðasta almanaksárs hjá hverju því fyrirtæki eða samtökum fyrirtækja sem aðild eiga að samkeppnishömlunum. Við ákvörðun fjárhæðar sektar getur Samkeppniseftirlitið m.a. haft hliðsjón af samstarfsvilja hins brotlega fyrirtækis.
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um sektir má skjóta til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

38. gr.
Ef ekki er farið að ákvörðun sem tekin hefur verið samkvæmt þessum lögum getur Samkeppniseftirlitið ákveðið að sá eða þeir sem ákvörðunin beinist gegn greiði dagsektir þar til farið verður að henni. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynnt bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að.

39. gr.
Ákvörðun um dagsektir má skjóta til áfrýjunarnefndar samkeppnismála innan fjórtán daga frá því að hún er kynnt þeim er hún beinist að. Dagsektir reiknast ekki fyrr en frestur er liðinn. Ef ákvörðun er skotið til áfrýjunarnefndar falla dagsektir ekki á fyrr en niðurstaða hennar liggur fyrir.

40. gr.
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir.

41. gr.
Nú vill aðili ekki una úrskurði áfrýjunarnefndar og getur hann þá höfðað mál til ógildingar hans fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um ákvörðun áfrýjunarnefndar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar né heimild til aðfarar samkvæmt honum. Þó skal málshöfðun fyrir dómstólum fresta réttaráhrifum úrskurðar áfrýjunarnefndar um breytingar á skipulagi, sbr. 2. mgr. 16. gr.

42. gr.
Brot gegn lögum þessum, reglum og fyrirmælum settum samkvæmt þeim varða fésektum eða fangelsi allt að tveimur árum en fangelsi allt að fjórum árum ef sakir eru miklar. Dæma má sviptingu réttinda skv. 68. gr. almennra hegningarlaga og fésekt jafnframt fangelsi ef skilyrði 49. gr. almennra hegningarlaga eru fyrir hendi.
Sá sem gefur aðilum, sem annast framkvæmd laga þessara, rangar skýrslur skal sæta refsingu skv. XV. kafla almennra hegningarlaga.
Sektir samkvæmt lögum þessum má gera jafnt lögaðila sem einstaklingi. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á starfsmann lögaðilans. Hafi starfsmaður lögaðilans framið brot á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim má einnig gera lögaðila þessum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hefur notið hagnaðar af brotinu. Lögaðili ber ábyrgð á greiðslu sektar sem starfsmaður hans er dæmdur til að greiða vegna brota á lögum þessum enda séu brot tengd starfi hans hjá lögaðilanum.
Dæma má sviptingu réttinda skv. 68. gr. almennra hegningarlaga og upptöku eigna skv. 69. gr. sömu laga í máli er rís vegna brota á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim.

43. gr.
Ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins um að leggja stjórnvaldssektir eða dagsektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja eða mæla fyrir um ógildingu á samruna fyrirtækja, sbr. 17. gr., eru aðfararhæfar, svo og sakarkostnaður.
Málskot til áfrýjunarnefndar samkeppnismála frestar aðför en úrskurðir nefndarinnar eru aðfararhæfir.
Við aðför samkvæmt ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins eða áfrýjunarnefndar skal kveðja gerðarþola fyrir héraðsdóm og um málsmeðferð fara skv. 13. kafla aðfararlaga.

X. KAFLI

Gildistaka.

44. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2005. Frá sama tíma falla úr gildi samkeppnislög, nr. 8/1993, með síðari breytingum. Við gildistöku laganna skulu Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð lögð niður. Ákvæði til bráðabirgða öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
Starfsmönnum Samkeppnisstofnunar skal boðið annað starf hjá þeim stofnunum er taka við verkefnum Samkeppnisstofnunar 1. júlí 2005, þ.e. Samkeppniseftirliti og Neytendastofu. Við ráðstöfun þeirra starfa þarf ekki að gæta 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Viðskiptaráðherra er heimilt að skipa þegar stjórn Samkeppniseftirlitsins og skal stjórnin hafa heimild til að undirbúa gildistöku laganna, þ.m.t. að bjóða starfsmönnum Samkeppnisstofnunar annað starf hjá Samkeppniseftirlitinu, sbr. 1. mgr., eftir 1. júlí 2005.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2005.